Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 19:15 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?