Tók undir gagnrýni Páls Magnússonar á Silfrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 17:28 Ásmundur Friðriksson hefur sterkar skoðanir á kirkjuheimsóknum grunnskólabarna. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í dag að honum þætti fréttamat fjölmiðla svolítið bjagað og nefndi í því samhengi sérstaklega þáttinn Silfrið sem var á dagskrá RÚV síðastliðinn sunnudag og umfjöllun um sjómannaverkfallið þar. Áður hafði Páll Magnússon, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt Egil Helgason, annan þáttastjórnanda Silfursins, fyrir að fjalla ekki nóg um sjómannaverkfallið í þættinum á sunnudag.Í umræðum um störf þingsins í dag tók Ásmundur undir þessa gagnrýni kollega síns: „Ég er að velta fyrir mér fréttamati fjölmiðla sem oft er svolítið bjagað í mínum huga. Í þætti í ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var fjallað um brennivínsfrumvarpið í 17 mínútur en verkfall sjómanna í tvær eða þrjár. Það fannst mér einkennilegt miðað við mikilvægi málsins, atvinnugreinar sem veltir yfir 300 milljörðum á ári og heldur lífinu í landsbyggðinni. Það fékk þrjár mínútur á móti brennivíninu. Það segir svolítið um matið.“ Ásmundur kvaðst síðan hafa miklar áhyggjur af verkfalli sjómanna og að það væri mikilvægt að sjómenn, útgerðarmenn og stjórnvöld legðu núna spilin á borðið til að ljúka mætti deilunni sem fyrst. „Hún hefur þegar tekið allt of mikinn toll, ekki bara hjá samfélaginu í heild heldur líka hjá fiskverkunarfólkinu, þjónustuaðilunum og öllum þeim sem vinna við og að sjávarútvegi.“ Alþingi Tengdar fréttir Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í dag að honum þætti fréttamat fjölmiðla svolítið bjagað og nefndi í því samhengi sérstaklega þáttinn Silfrið sem var á dagskrá RÚV síðastliðinn sunnudag og umfjöllun um sjómannaverkfallið þar. Áður hafði Páll Magnússon, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt Egil Helgason, annan þáttastjórnanda Silfursins, fyrir að fjalla ekki nóg um sjómannaverkfallið í þættinum á sunnudag.Í umræðum um störf þingsins í dag tók Ásmundur undir þessa gagnrýni kollega síns: „Ég er að velta fyrir mér fréttamati fjölmiðla sem oft er svolítið bjagað í mínum huga. Í þætti í ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var fjallað um brennivínsfrumvarpið í 17 mínútur en verkfall sjómanna í tvær eða þrjár. Það fannst mér einkennilegt miðað við mikilvægi málsins, atvinnugreinar sem veltir yfir 300 milljörðum á ári og heldur lífinu í landsbyggðinni. Það fékk þrjár mínútur á móti brennivíninu. Það segir svolítið um matið.“ Ásmundur kvaðst síðan hafa miklar áhyggjur af verkfalli sjómanna og að það væri mikilvægt að sjómenn, útgerðarmenn og stjórnvöld legðu núna spilin á borðið til að ljúka mætti deilunni sem fyrst. „Hún hefur þegar tekið allt of mikinn toll, ekki bara hjá samfélaginu í heild heldur líka hjá fiskverkunarfólkinu, þjónustuaðilunum og öllum þeim sem vinna við og að sjávarútvegi.“
Alþingi Tengdar fréttir Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24