Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2017 15:15 Július Vífill Ingvarsson hefur alfarið hafnað ásökunum í erfðamálinu. Vísir/Vilhelm Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins.Héraðsdómur féllst á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var málinu því skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Líkt og Vísir greindi fá á síðasta ári ákvað skiptastjóri að dánarbúið skyldi fylgja á eftir könnun rannsóknarfyrirtækisins K2 Intelligence limited.Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/VilhelmEkki andvígir könnun en töldu hana of kostnaðarsama og tímafreka Í dómi héraðsdóms kemur fram að kostnaður við slíka framhaldsrannsókn næmi 35 þúsund pundum, um 5,6 milljónir króna miðað við þáverandi gengi. Umboðsmaður Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústar lýsti þá andvíga að slík könnun væri fram á skiptafundum áður en málið fór fyrir dóm. Fyrir dómi kröfðust Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst þess að ákvörðun skiptastjóra um að láta framkvæma slíka könnun yrði hnekkt. Þar kom fram að þeir lýstu sig ekki andvíga að könnunin væri fram. Töldu þeir þó að slík könnun yrði bæði tímafrek og kostnaðarsöm sem myndi tefja skiptalok. Efuðust þeir um að sú upphæð sem nefnd var í tengslum við könnunina gæti staðist og töldu ljóst að kostnaðurinn yrði margfalt hærri. Bentu þeir á að í samningsdrögum við K2 sem kynnt voru á slitafundi kæmi fram að sá kostnaður sem nefndur var væri aðeins upphafsgreiðsla vegna fyrsta áfanga rannsóknarinnar. Einsýnt væri að kostnaðurinn yrði mun hærri þegar uppi væri staðið. Þá töldu þeir eðlilegt að þeir erfingjar sem vildu láta framkvæma könnunina myndi sjálfir greiða fyrir slíka könnun enda hefðu þeir lýst sig reiðubúna til þess og var vitnað í frétt á vef Fréttatímans því til stuðnings. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði að skiptastjóri mætti hefja könnunina. Í dóminum kemur fram að málsmeðferð skiptastjóra hafi verið í samræmi við lög og vísaði til þess að könnunin hefði verið samþykkt á skiptafundi.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins.Héraðsdómur féllst á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var málinu því skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Líkt og Vísir greindi fá á síðasta ári ákvað skiptastjóri að dánarbúið skyldi fylgja á eftir könnun rannsóknarfyrirtækisins K2 Intelligence limited.Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/VilhelmEkki andvígir könnun en töldu hana of kostnaðarsama og tímafreka Í dómi héraðsdóms kemur fram að kostnaður við slíka framhaldsrannsókn næmi 35 þúsund pundum, um 5,6 milljónir króna miðað við þáverandi gengi. Umboðsmaður Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústar lýsti þá andvíga að slík könnun væri fram á skiptafundum áður en málið fór fyrir dóm. Fyrir dómi kröfðust Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst þess að ákvörðun skiptastjóra um að láta framkvæma slíka könnun yrði hnekkt. Þar kom fram að þeir lýstu sig ekki andvíga að könnunin væri fram. Töldu þeir þó að slík könnun yrði bæði tímafrek og kostnaðarsöm sem myndi tefja skiptalok. Efuðust þeir um að sú upphæð sem nefnd var í tengslum við könnunina gæti staðist og töldu ljóst að kostnaðurinn yrði margfalt hærri. Bentu þeir á að í samningsdrögum við K2 sem kynnt voru á slitafundi kæmi fram að sá kostnaður sem nefndur var væri aðeins upphafsgreiðsla vegna fyrsta áfanga rannsóknarinnar. Einsýnt væri að kostnaðurinn yrði mun hærri þegar uppi væri staðið. Þá töldu þeir eðlilegt að þeir erfingjar sem vildu láta framkvæma könnunina myndi sjálfir greiða fyrir slíka könnun enda hefðu þeir lýst sig reiðubúna til þess og var vitnað í frétt á vef Fréttatímans því til stuðnings. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði að skiptastjóri mætti hefja könnunina. Í dóminum kemur fram að málsmeðferð skiptastjóra hafi verið í samræmi við lög og vísaði til þess að könnunin hefði verið samþykkt á skiptafundi.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37
Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57
Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02