Gagnrýnir orð fjármálaráðherra um hagsýnar húsmæður: „Finnst ykkur þetta í lagi?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 14:54 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um samstarfskonur sínar. Vísir/Ernir/Eyþór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“ Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent