Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 21:16 Lögregla leiðir sakborninginn í málinu úr Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag. Vísir/Anton Brink Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. Manninum er nú haldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og er ekki hægt að halda honum lengur en tólf vikur vegna þeirra.Samkvæmt 2. málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála má hins vegar halda einstaklingi lengur í gæsluvarðhaldi sé hann grunaður um brot sem varðar allt að 10 ára fangelsi. Er það þá gert á grundvelli almannahagsmuna en ákæruvald verður þó að gefa út ákæru áður en til þess kemur, það er innan tólf vikna. Sé það ekki gert verður að sleppa viðkomandi úr haldi að sögn Jóns H. B. Snorrasonar, yfirsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 19. janúar síðastliðinn, er grunaður um manndráp og varðar það allt að 16 ára fangelsi. Hann sætir einangrun á Litla-Hrauni en í liðinni viku var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna varðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eða til 16. febrúar. Verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en reikna má með að það verði gert á morgun.Greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglan telji að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun. Þá voru áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vildi ekki tjá sig um dánarorsökina þegar Vísir leitaði eftir því fyrr í kvöld. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. Manninum er nú haldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og er ekki hægt að halda honum lengur en tólf vikur vegna þeirra.Samkvæmt 2. málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála má hins vegar halda einstaklingi lengur í gæsluvarðhaldi sé hann grunaður um brot sem varðar allt að 10 ára fangelsi. Er það þá gert á grundvelli almannahagsmuna en ákæruvald verður þó að gefa út ákæru áður en til þess kemur, það er innan tólf vikna. Sé það ekki gert verður að sleppa viðkomandi úr haldi að sögn Jóns H. B. Snorrasonar, yfirsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 19. janúar síðastliðinn, er grunaður um manndráp og varðar það allt að 16 ára fangelsi. Hann sætir einangrun á Litla-Hrauni en í liðinni viku var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna varðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eða til 16. febrúar. Verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en reikna má með að það verði gert á morgun.Greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglan telji að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun. Þá voru áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vildi ekki tjá sig um dánarorsökina þegar Vísir leitaði eftir því fyrr í kvöld.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00