Lífið

Maturinn á Super Bowl: Íslendingar slöfruðu í sig heilu fjöllunum af vængjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir, þá fór fimmtugasti og fyrsti Super Bowl leikurinn fram vestanhafs í nótt. Leik þeim fylgir iðulega tvennt. Það eru skemmtilegar auglýsingar og mikill matur sem borðaður er seint um kvöld.

Íslendingar eru duglegir við að hafa veisluborð sín eins og þekkjast í Ameríku. Þar að auki eru þeir duglegir við að birta myndir af góðmetinu á Twitter.

Það er greinilegt að Íslendingar borðuðu óheyrilega mikið af kjúklingavængjum í gær og sælgætishillurnar í Kosti eru líklegast tómar.

Hér að neðan má sjá umfangsmikið úrval af þeim myndum sem birtar voru á Twitter í gær undir #Nflisland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×