Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 5. febrúar 2017 09:56 Þúsundir minntust Birnu Brjánsdóttur Vísir/Ernir Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira