Í gruninn er húsið eftir Kjartan Sveinsson en þau hjónin tóku það alveg í nefið á sínum tíma. Rut Káradóttir sá um innanhúshönnun eignarinnar. Húsið er 250 fermetrar með bílskúrnum sem er mjög stór.
Í húsinu er stórglæsilegt fataherbergi sem hægt er að ganga hringinn í kringum fatnaðinn. Húsið er stórglæsilegt eins og sjá má hér að neðan. Ingrid hefur búið hér á landi í um fimmtíu ár en þau hjónin byggðu upp snyrtivörufyrirtækið Ísflex á sínum tíma og eru enn starfandi í kringum það.







