Einblína á að verjast íslamskri öfgastefnu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 23:40 Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump bandaríkjaforseta hyggst breyta og endurnefna ríkisáætlunina CVE sem ætlað er að verjast ofbeldissinnaðri hugmyndafræði. Hún mun eftir breytingarnar einvörðungu einblína á íslamska öfgastefnu.Heimildir Reuters herma að eftir breytinguna muni áætlunin ekki ná til neinna annarra öfgahópa. Áhersla yrði til að mynda ekki lengur lögð á hópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri, en slíkir hópar hafa borið ábyrgð á ýmsum sprengju- og skotárásum í Bandaríkjunum. Áætlunin hefur hingað til miðað að því að fyrirbyggja árásir með fræðslu og herferðum í samstarfi við fyrirtæki líkt og Google og Facebook. Ýmsir stuðningsmenn átaksins hafa viðrað áhyggjur þess efnis að með breytingunni geti hin nýja ríkisstjórn átt erfiðara með samvinnu við múslima, sem gætu nú þegar átt erfitt með að treysta yfirvöldum. Þá sérstaklega eftir tilskipun forsetans sem meinaði ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar löngum gagnrýnt átakið og sagt það gagnslaust. Þá hafa þeir einnig viljað meina að notkun á hugtakinu „öfga-Íslam“ gæti hjálpað til við að skerpa á áherslum átaksins. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru múslimatrúar og telja margir að yfirvöld einangri þann stóra hóp borgara ef hugtakið „öfga-Íslam“ verður hluti af daglegu tali stjórnvalda. Breytingin myndi ríma við kosningaloforð Trump og gagnrýni hans á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa verið of veiklunda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt fyrirrennara sinn fyrir að neita að nota hugtakið „öfga-Íslam.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55 Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump bandaríkjaforseta hyggst breyta og endurnefna ríkisáætlunina CVE sem ætlað er að verjast ofbeldissinnaðri hugmyndafræði. Hún mun eftir breytingarnar einvörðungu einblína á íslamska öfgastefnu.Heimildir Reuters herma að eftir breytinguna muni áætlunin ekki ná til neinna annarra öfgahópa. Áhersla yrði til að mynda ekki lengur lögð á hópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri, en slíkir hópar hafa borið ábyrgð á ýmsum sprengju- og skotárásum í Bandaríkjunum. Áætlunin hefur hingað til miðað að því að fyrirbyggja árásir með fræðslu og herferðum í samstarfi við fyrirtæki líkt og Google og Facebook. Ýmsir stuðningsmenn átaksins hafa viðrað áhyggjur þess efnis að með breytingunni geti hin nýja ríkisstjórn átt erfiðara með samvinnu við múslima, sem gætu nú þegar átt erfitt með að treysta yfirvöldum. Þá sérstaklega eftir tilskipun forsetans sem meinaði ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar löngum gagnrýnt átakið og sagt það gagnslaust. Þá hafa þeir einnig viljað meina að notkun á hugtakinu „öfga-Íslam“ gæti hjálpað til við að skerpa á áherslum átaksins. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru múslimatrúar og telja margir að yfirvöld einangri þann stóra hóp borgara ef hugtakið „öfga-Íslam“ verður hluti af daglegu tali stjórnvalda. Breytingin myndi ríma við kosningaloforð Trump og gagnrýni hans á Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann segir hafa verið of veiklunda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt fyrirrennara sinn fyrir að neita að nota hugtakið „öfga-Íslam.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55 Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra landsins. 1. febrúar 2017 17:55
Bandaríkin hafa oft áður lokað á heila hópa af fólki Kínverjar, anarkistar, gyðingar, kommúnistar, Íranar og HIV-smitaðir eru meðal þeirra hópa sem bandarísk stjórnvöld hafa áður lokað landamærunum fyrir. 2. febrúar 2017 10:00
Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00
Gorsuch tilnefndur sem nýr dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna Tekur sæti Antonin Scalia, sem lést í fyrra. 1. febrúar 2017 07:39