Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Síðari blaðamannafundur lögreglunnar. Gunnar Rúnar stendur hér lengst til vinstri og leiðbeinir fjölmiðlafólki. vísir/anton brink Umfjöllun erlendra fjölmiðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunnar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lögreglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurnum að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasamsteypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunnar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Fréttamiðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrirspurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyrirspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Umfjöllun erlendra fjölmiðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunnar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lögreglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurnum að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasamsteypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunnar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Fréttamiðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrirspurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyrirspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira