NBA-tölfræðin þar sem sá minnsti er sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 23:30 Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri. Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði. Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra. Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast. Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:(Undanfarin tuttugu ár) 1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17) 2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06) 3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17) 4. LeBron James - 9,1 20 Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017 NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri. Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði. Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra. Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast. Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:(Undanfarin tuttugu ár) 1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17) 2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06) 3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17) 4. LeBron James - 9,1 20 Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017
NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira