Trump ræðir við næsta ráðgjafa sinn í þjóðaröryggismálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 17:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í dag rætt við fjóra einstaklinga sem koma til greina sem næsti ráðgjafi hans í þjóðaröryggismálum. Michael Flynn sagði af sér sem ráðgjafi Trump í síðustu viku eftir að upp komst um samskipti hans við Rússa. John Bolton, fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum er á meðal umsækjenda auk þriggja fyrrum hershöfðingja en það eru H.R McMaster, Robert Caslen og Keith Kellogg. Sá síðastnefndi gegnir tímabundið stöðu ráðgjafa Trump í þjóðaröryggismálum. Robert Harward var fyrsta val forsetans. Harward hafnaði boðinu vegna persónulegra og fjárhagslegra aðstæðna, að sögn talsmanna Hvíta hússins. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja þó að aðalástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað koma með eigið starfslið í Hvíta húsið sem hafi ekki verið í boði. Þá kom David Patraeus, fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, jafnframt til greina, en ekki er vitað hvers vegna hann er ekki á meðal umsækjenda. Michael Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hefði logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Harward hafnar boði um að verða þjóðaröryggisráðgjafi Trump Talsmaður Hvíta hússins segir að Robert Harward hafi afþakkað boðið af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum. 17. febrúar 2017 08:54 Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00 Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í dag rætt við fjóra einstaklinga sem koma til greina sem næsti ráðgjafi hans í þjóðaröryggismálum. Michael Flynn sagði af sér sem ráðgjafi Trump í síðustu viku eftir að upp komst um samskipti hans við Rússa. John Bolton, fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum er á meðal umsækjenda auk þriggja fyrrum hershöfðingja en það eru H.R McMaster, Robert Caslen og Keith Kellogg. Sá síðastnefndi gegnir tímabundið stöðu ráðgjafa Trump í þjóðaröryggismálum. Robert Harward var fyrsta val forsetans. Harward hafnaði boðinu vegna persónulegra og fjárhagslegra aðstæðna, að sögn talsmanna Hvíta hússins. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja þó að aðalástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað koma með eigið starfslið í Hvíta húsið sem hafi ekki verið í boði. Þá kom David Patraeus, fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, jafnframt til greina, en ekki er vitað hvers vegna hann er ekki á meðal umsækjenda. Michael Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hefði logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Harward hafnar boði um að verða þjóðaröryggisráðgjafi Trump Talsmaður Hvíta hússins segir að Robert Harward hafi afþakkað boðið af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum. 17. febrúar 2017 08:54 Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00 Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Harward hafnar boði um að verða þjóðaröryggisráðgjafi Trump Talsmaður Hvíta hússins segir að Robert Harward hafi afþakkað boðið af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum. 17. febrúar 2017 08:54
Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00
Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30