Anton Sveinn McKee gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í 200 jarda bringusundi á SEC mótinu í Knoxville í Tenessee í gærkvöldi.
Anton synti á tímanum 1:52,22 mínútum og það skilaði honum sigri í sundinu.
Anton hafði betur í baráttu við Nils Wich-Glasen sem varð annar á tímanum 1:52,41. Fabian Schwingenschlogl varð þriðji á tímanum 1:52.61.
Anton hafði áður náð í bronsverðlaun í 100 jarda bringusundi á SEC mótinu.
Anton Sveinn tók gullið
Tengdar fréttir
Anton Sveinn komst á pall
Anton Sveinn McKee vann til bronsverðlauna í 100 jarda bringusundi á SEC mótinu sem fer fram í Knoxville í Tenesse.