Stóri róttæklingurinn Högna Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 10:00 Högna Sigurðardóttir arkitekt. Mynd/Listasafn Reykjavíkur Högna Sigurðardóttir arkitekt, er látin 88 ára að aldri. Högna fæddist í Vestmannaeyjum árið 1929 og útskrifaðist sem arkitekt árið 1960 frá Ecole des Beauz Arts í París, fyrst Íslendinga. Að loknu námi lauk hún við teikningar af fyrsta verki sínu sem var íbúðarhús í Vestmannaeyjum. Með því varð hún fyrst kvenna til að teikna hús á Íslandi og hafði framúrstefnulegar hugmyndir um arkitektúr. Högna var lengstum búsett í París og starfaði þar sem arkitekt en vann einnig að verkefnum hér á landi. Einbýlishús reist í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ á sjöunda áratugnum eru meðal þess sem vitnar um störf hennar en ein frægasta hönnun hennar var einbýlishúsið við Bakkaflöt 1 Garðabæ. Í því verki vann hún með hugmyndir úr fornri íslenskri húsagerð sem efnivið í framsækinni listsköpun. Árið 2000 var húsið við Bakkaflöt valið ein af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu, í tengslum við útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist 20. aldar. Árið 1992 tók Högna Sigurðardóttir sæti í akademíu franskra arkitekta. Högna var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands árið 2008 og hlaut hún Heiðursorðu Sjónlistar árið 2007 fyrir einstakt framlag sitt til íslenskrar nútímabyggingarlistar. Högna hafði óvenjulegan stíl og lagði áherslu á tengsl húss við náttúru, hrá og ómáluð steypa lék stórt hlutverk í arkitektúr hennar. Högna var spurð í viðtali við Morgunblaðið 26. september 1993 hvort hún héldi að fólki liði vel í húsum úr steinsteypu þar sem litir eru fáir og formin gróf. Hún svaraði: „Aðaláhugamál mitt er fólk. Öll mín hugsun gengur út á það að gera það sem ég held að sé gott fyrir fólk. Þegar ég teiknaði þessi einbýlishús sem þú ert með í huga, leitaði fólkið til mín því það vissi hvernig ég teiknaði. Ég hef reynt að koma til móts við þær lífsvenjur sem fólkið átti.“Hildigunnur Sverrisdóttir, arkítekt, segir byggingar Högnu innblásturÁ mörkum byggingar og náttúru Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt segir hana hafa hugað að því að búa til ævintýri á mörkum byggingar og náttúru. „Högna virðist hafa séð arkitektúr sem mót náttúru og manneskjunnar á tímum þar sem módernísk alþjóðavæðing var í algleymingi. Þótt hún sé kannski ekki ein um það er það mjög skýr þáttur í höfundarverki hennar. Byggingin situr ekki ofan á umhverfinu heldur sprettur í krafti þess að manneskjan ákvað að setjast að á þessum stað og þessari stund. Hún mótar bygginguna með landinu, verpir efnunum í kring og skýlir fjölskyldulífinu sem síðan skýtur rótum og vex og blómstrar inni í skelinni sinni. Í byggingum Högnu er innhverf samvera teiknuð þar sem hún á við, opnað upp fyrir huga sem vill reika með skýjunum og dagsdaglegir hlutir eins og að baða sig verður ævintýri á mörkum byggingar og náttúru,“ segir Hildigunnur.Árið 2000 var húsið við Bakkaflöt valið ein af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu. Fréttablaðið/VilhelmUmhyggja og skilningur Hildigunnur segir byggingar Högnu innblástur. Uppáhaldsbygging hennar er þó huglæg. Teikningar hennar sem hún sendi til Vestmannaeyja, fæðingarbæjar síns. „Byggingar Högnu sem maður hefur ýmist heimsótt eða séð á teikningum og myndum hafa verið manni innblástur frá fyrstu kynnum. Eiginlega þykir mér fallegasta byggingin samt huglæg bygging, teikning fyrsta hússins hennar heima í Eyjum. Þá var hún auðvitað í París og símtöl sennilega dýr og sjaldgæf. Hún sendi því húsasmiðnum teikningar með lýsingum og leiðbeiningum eins og gjarnan er gert. En það sem mér finnst fallegast er hvernig hún vefur skilaboðin sín inn í teikninguna, sendir smiðnum hugsanir sínar, af svo miklu næmi inn í teikningarnar, nákvæmlega úthugsaðar og af mikilli umhyggju og skilningi á efnisheimi byggingarinnar. Hún vissi nákvæmlega hvernig þessi bygging vildi rísa í landinu og móta sig með því,“ segir Hildigunnur.„Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig arkitekt Högna hefði verið hefði hún komið heim."Enn stóri róttæklingurinnHvað er það í hugsun hennar og list sem gerir hana svo mikilvæga í byggingarsögu landsins? „Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig arkitekt Högna hefði verið hefði hún komið heim. Ég hugsa að starfsumhverfi hennar í Frakklandi hafi boðið upp á ríkulegra samtal og möguleika til að þroska færni og hæfileika, samtalið við kollegana gagnrýnna og verkefnin boðið upp á minna skilyrta hönnun. Það eru afar fáir innlendir arkitektar sem leika eftir henni að flétta saman næmi, rýmiskennd og þetta töfrandi en sterka mót manns og náttúru sem byggingar hennar sannarlega eru. Því er hún að vissu leyti enn stóri róttæklingurinn í íslenskri byggingarlistasögu,“ segir Hildigunnur.Sunnubraut 37 í Kópavogi er eftir Högnu.Hvetjandi kvenfyrirmyndNú þegar margir minnast hennar, hvað er þér efst í huga? „Þakklæti og í raun gleðin yfir að eiga að fyrirmynd sannan og gríðarlega hæfileikaríkan arkitekt, sem virðist aldrei hafa gefið þumlung eftir í gæðum og sýn, sem tók ábyrgð á fegurð og samhengi bæði fyrir innra samhengi fjölskyldu eða annarra notenda sem og ytra samhengi umhverfisins. Það er afar sjaldgæft að höfundaverk sé svo sterkt út í gegn. En um arfleifð hennar þá sérstaklega. Fyrir utan að vera svona sterk fagmanneskja, þá var hún auðvitað kona og hversu mikið sem hægt er að þakka því gæðum verka hennar, þá hefur sannarlega verið hvetjandi að hafa hana sem fyrirmynd alveg frá fyrsta skóladegi – sér í lagi í frekar karllægum heimi byggingariðnaðarins.“Hildigunnur lærði líka í París. Hún kynntist aldrei Högnu persónulega. „Ég hins vegar fletti Íslandi upp í spjaldskrá bókasafnsins í skólanum mínum í París og þar var tvennt að finna, ráðhús Studio Granda og svo umfjöllun um hennar verk, þannig að hún fylgdi mér frá fyrstu viku. Hún var lágstemmd og hógvær, sér í lagi í ljósi þess að hún var ein af afar fáum konum og útlendingum til að stunda nám á sínum tíma í akademíunni í París. Hún var afar áhugaverð blanda af íslenskri sjávarþorpsstúlku, sem unni hráum eiginleika efna og nýtti sér mótanleika þeirra – en mér sýnist hún líka hafa fallið vel inn í siðfágað umhverfi fagsins í París. Hún virtist aldrei þykjast vera neitt annað en hún sjálf. Enda engin ástæða til þess.“ Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Högna Sigurðardóttir arkitekt, er látin 88 ára að aldri. Högna fæddist í Vestmannaeyjum árið 1929 og útskrifaðist sem arkitekt árið 1960 frá Ecole des Beauz Arts í París, fyrst Íslendinga. Að loknu námi lauk hún við teikningar af fyrsta verki sínu sem var íbúðarhús í Vestmannaeyjum. Með því varð hún fyrst kvenna til að teikna hús á Íslandi og hafði framúrstefnulegar hugmyndir um arkitektúr. Högna var lengstum búsett í París og starfaði þar sem arkitekt en vann einnig að verkefnum hér á landi. Einbýlishús reist í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ á sjöunda áratugnum eru meðal þess sem vitnar um störf hennar en ein frægasta hönnun hennar var einbýlishúsið við Bakkaflöt 1 Garðabæ. Í því verki vann hún með hugmyndir úr fornri íslenskri húsagerð sem efnivið í framsækinni listsköpun. Árið 2000 var húsið við Bakkaflöt valið ein af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu, í tengslum við útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist 20. aldar. Árið 1992 tók Högna Sigurðardóttir sæti í akademíu franskra arkitekta. Högna var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands árið 2008 og hlaut hún Heiðursorðu Sjónlistar árið 2007 fyrir einstakt framlag sitt til íslenskrar nútímabyggingarlistar. Högna hafði óvenjulegan stíl og lagði áherslu á tengsl húss við náttúru, hrá og ómáluð steypa lék stórt hlutverk í arkitektúr hennar. Högna var spurð í viðtali við Morgunblaðið 26. september 1993 hvort hún héldi að fólki liði vel í húsum úr steinsteypu þar sem litir eru fáir og formin gróf. Hún svaraði: „Aðaláhugamál mitt er fólk. Öll mín hugsun gengur út á það að gera það sem ég held að sé gott fyrir fólk. Þegar ég teiknaði þessi einbýlishús sem þú ert með í huga, leitaði fólkið til mín því það vissi hvernig ég teiknaði. Ég hef reynt að koma til móts við þær lífsvenjur sem fólkið átti.“Hildigunnur Sverrisdóttir, arkítekt, segir byggingar Högnu innblásturÁ mörkum byggingar og náttúru Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt segir hana hafa hugað að því að búa til ævintýri á mörkum byggingar og náttúru. „Högna virðist hafa séð arkitektúr sem mót náttúru og manneskjunnar á tímum þar sem módernísk alþjóðavæðing var í algleymingi. Þótt hún sé kannski ekki ein um það er það mjög skýr þáttur í höfundarverki hennar. Byggingin situr ekki ofan á umhverfinu heldur sprettur í krafti þess að manneskjan ákvað að setjast að á þessum stað og þessari stund. Hún mótar bygginguna með landinu, verpir efnunum í kring og skýlir fjölskyldulífinu sem síðan skýtur rótum og vex og blómstrar inni í skelinni sinni. Í byggingum Högnu er innhverf samvera teiknuð þar sem hún á við, opnað upp fyrir huga sem vill reika með skýjunum og dagsdaglegir hlutir eins og að baða sig verður ævintýri á mörkum byggingar og náttúru,“ segir Hildigunnur.Árið 2000 var húsið við Bakkaflöt valið ein af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu. Fréttablaðið/VilhelmUmhyggja og skilningur Hildigunnur segir byggingar Högnu innblástur. Uppáhaldsbygging hennar er þó huglæg. Teikningar hennar sem hún sendi til Vestmannaeyja, fæðingarbæjar síns. „Byggingar Högnu sem maður hefur ýmist heimsótt eða séð á teikningum og myndum hafa verið manni innblástur frá fyrstu kynnum. Eiginlega þykir mér fallegasta byggingin samt huglæg bygging, teikning fyrsta hússins hennar heima í Eyjum. Þá var hún auðvitað í París og símtöl sennilega dýr og sjaldgæf. Hún sendi því húsasmiðnum teikningar með lýsingum og leiðbeiningum eins og gjarnan er gert. En það sem mér finnst fallegast er hvernig hún vefur skilaboðin sín inn í teikninguna, sendir smiðnum hugsanir sínar, af svo miklu næmi inn í teikningarnar, nákvæmlega úthugsaðar og af mikilli umhyggju og skilningi á efnisheimi byggingarinnar. Hún vissi nákvæmlega hvernig þessi bygging vildi rísa í landinu og móta sig með því,“ segir Hildigunnur.„Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig arkitekt Högna hefði verið hefði hún komið heim."Enn stóri róttæklingurinnHvað er það í hugsun hennar og list sem gerir hana svo mikilvæga í byggingarsögu landsins? „Það hefði verið áhugavert að sjá hvernig arkitekt Högna hefði verið hefði hún komið heim. Ég hugsa að starfsumhverfi hennar í Frakklandi hafi boðið upp á ríkulegra samtal og möguleika til að þroska færni og hæfileika, samtalið við kollegana gagnrýnna og verkefnin boðið upp á minna skilyrta hönnun. Það eru afar fáir innlendir arkitektar sem leika eftir henni að flétta saman næmi, rýmiskennd og þetta töfrandi en sterka mót manns og náttúru sem byggingar hennar sannarlega eru. Því er hún að vissu leyti enn stóri róttæklingurinn í íslenskri byggingarlistasögu,“ segir Hildigunnur.Sunnubraut 37 í Kópavogi er eftir Högnu.Hvetjandi kvenfyrirmyndNú þegar margir minnast hennar, hvað er þér efst í huga? „Þakklæti og í raun gleðin yfir að eiga að fyrirmynd sannan og gríðarlega hæfileikaríkan arkitekt, sem virðist aldrei hafa gefið þumlung eftir í gæðum og sýn, sem tók ábyrgð á fegurð og samhengi bæði fyrir innra samhengi fjölskyldu eða annarra notenda sem og ytra samhengi umhverfisins. Það er afar sjaldgæft að höfundaverk sé svo sterkt út í gegn. En um arfleifð hennar þá sérstaklega. Fyrir utan að vera svona sterk fagmanneskja, þá var hún auðvitað kona og hversu mikið sem hægt er að þakka því gæðum verka hennar, þá hefur sannarlega verið hvetjandi að hafa hana sem fyrirmynd alveg frá fyrsta skóladegi – sér í lagi í frekar karllægum heimi byggingariðnaðarins.“Hildigunnur lærði líka í París. Hún kynntist aldrei Högnu persónulega. „Ég hins vegar fletti Íslandi upp í spjaldskrá bókasafnsins í skólanum mínum í París og þar var tvennt að finna, ráðhús Studio Granda og svo umfjöllun um hennar verk, þannig að hún fylgdi mér frá fyrstu viku. Hún var lágstemmd og hógvær, sér í lagi í ljósi þess að hún var ein af afar fáum konum og útlendingum til að stunda nám á sínum tíma í akademíunni í París. Hún var afar áhugaverð blanda af íslenskri sjávarþorpsstúlku, sem unni hráum eiginleika efna og nýtti sér mótanleika þeirra – en mér sýnist hún líka hafa fallið vel inn í siðfágað umhverfi fagsins í París. Hún virtist aldrei þykjast vera neitt annað en hún sjálf. Enda engin ástæða til þess.“
Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira