Kim Jong-nam var elsti sonur Kim Jong-il og var upphaflega eflaust ætlað að taka við sem leiðtogi Norður-Kóreu að föður sínum gengnum. Svo fór hins vegar ekki og átti hann eftir að verja síðari hluta ævi sinnar í útlegð þar sem hann lifði lífi hins uppreisnargjarna glaumgosa. Kim Jong-nam var ráðinn af dögum á flugvellinum í malasísku höfuðborginni Kuala Lumpur fyrr í vikunni. Talið er að útsendarar Norður-Kóreustjórnar hafi verið þar að verki, en þrír eru nú í haldi lögreglu – tvær konur og einn karl. Þó að líf Kim hafi að stórum hluta verið hulið leyndardómum og ýmsir orðrómar verið á kreiki þá virðist hann hafa lifað nokkuð villtu lífi. Hann gaf sjaldan færi á sér í viðtölum en fjárhættuspil, vændiskonur, fölsuð vegabréf og kvenfólk eru allt orð sem hafa verið notuð til að lýsa manninum og lífi hans.Kim Jong-nam og amma hans árið 1975.Vísir/AFPEinmanaleg æska Kim Jong-nam kom í heiminn árið 1971. Hann var sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu á árunum 1994 til 2011, og kvikmyndastjörnunnar Song Hye-rim. Honum var um árabil haldið frá kastljósi fjölmiðla og ólst hann upp í höll í höfuðborginni Pyongyang. „Kannski er það einmanaleg æskan sem hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég kýs fremur frelsið,“ á Kim að hafa sagt að því er fram kemur í frétt Politiken um Kim. Snemma á tíunda áratug síðustu aldar gekk hann í hjónaband og eignaðist nokkur börn. Hann hafði þá einnig lært stjórnmálafræði, upplýsingatækni og tungumál bæði í Rússlandi og Sviss, og sinnt ýmsum verkefnum fyrir Norður-Kóreustjórn, meðal annars að halda utan um eignir stjórnarinnar, sumar hverjar sem mátti rekja til vafasamrar starfsemi. Í frétt BBC segir að þó að hann hafi ekki átt beinan þátt í starfsemi á borð við smygli á fíkniefnum og vopnum, þá hafi hann hlutverki að gegna til að koma fé sem fékkst úr löglegri sem ólöglegri starfsemi norður-kóreska ríkisins, framhjá eftirliti opinberra aðila. Upp út aldamótum ákvað Kim hins vegar að segja skilið við norður-kóresk stjórnmál.Fjölskyldumynd frá árinu 1981. Í fremri röð eru feðgarnir Kim Jong-il og Kim Jong-nam.Vísir/AFPBjó í „Las Vegas Asíu“ Þegar Kim varð eldri bjó hann í kínverska sjáfstjórnarhéraðinu Makaó sem oft hefur verið lýst sem „Las Vegas Asíu“. Þar á lífsstíll hans að hafa verið mjög eyðslusamur og á hann að hafa stundað spilavítin af miklu kappi. Suður-kóreska blaðið Chosun Ilbo segir að hann eigi að hafa átt tvær konur, að minnsta kosti eina hjákonu og fjölda barna.Handtekinn á leið í Disneyland Kim Jong-nam rataði í heimsfréttirnar 2001, þá þrítugur að aldri, þegar hann var handtekinn í japönsku höfuðborginni Tokýó fyrir að ferðast á fölsuðu dóminíkönsku vegabréfi. Sagðist hann vera á leið í Disneyland. Sú staðreynd að hann sóttist eftir því að heimsækja bandarískan skemmtigarð var álitið mikið hneyksli og var sagt kalla mikla skömm yfir fjölskyldu Kim. Eftir atvikið lifði hann í nokkurs konar útlegð í Kína. Árið 2013 var eins og Kim hafi horfið af yfirborði jarðar í kjölfar þess að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og yngri hálfbróðir Kim Jong-nam, ákvað að Chang Song-thaek, eiginmaður föðursystur Kim-bræðranna, skyldi tekinn af lífi. Kim Jong-nam var mjög náinn Chang, og sá að Kim Jong-un væri skipulega að losa sig við alla þá sem hann taldi að gætu hrifsað af honum völdin. Kim Jong-nam ákvað að flýja til Malasíu.Lögreglubíll fyrir framan íbúð Kim Jong-nam á Makaó.Vísir/AFPFékk ekki að taka við af föður sínum Þegar leiðtoginn Kim Jong-il féll frá árið 2011 var ekki fullkomlega ljóst hver tæki við leiðtogahlutverkinu í landinu. Atvikið í Tokýó á að hafa komið í veg fyrir að Kim Jong-nam yrði fyrir valinu og þá hafði ekki verið tekið vel í hugmyndir hans um umbætur í landinu. Árið 2012 tók svo yngsti sonur Kim Jong-il, Kim Jong-un, við hlutverki leiðtoga Norður-Kóreu. Guardian seir frá því að fyrir fimm árum hafi Kim Jong-nam ritað bréf til yngri bróður síns, leiðtogans, þar sem hann óskaði þess að lífi hans og fjölskyldu sinnar yrði þyrmt. Svo virðist sem að bréfið hafi ekki skilað tilætluðum árangri og hefur æðsta stjórn Norður-Kóreu nú sent enn ein skilaboðin til allra þeirra sem ögra stjórninni.Kim Jong-nam árið 2007.Vísir/AFP Fréttaskýringar Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Kona í haldi vegna morðsins á Kim Jong-Nam Malasískir fjölmiðlar segja að hin grunaða sé frá Mýanmar (Búrma) en hún var handtekin á flugvellinum í Kuala Lumpur í gærmorgun. 15. febrúar 2017 10:08 Hálfbróðir Kim Jong-un sagður hafa verið myrtur í Malasíu Suður-kóreskir fjölmiðlar segja útsendara Norður-Kóreustjórnar hafa eitrað fyrir Kim Jong Nam, sem var sonur fyrrverandi leiðtogans Kim Jong-il. 14. febrúar 2017 12:54 Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39 Sagði einhvern hafa spreyjað framan í sig Fjölmiðlar í Suður-Kóreu fullyrða að tvær konur, sem taldar eru vera útsendarar frá Norður-Kóreu, hafi ráðist á Kim Jong Nam á flugvelli. 14. febrúar 2017 23:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Kim Jong-nam var elsti sonur Kim Jong-il og var upphaflega eflaust ætlað að taka við sem leiðtogi Norður-Kóreu að föður sínum gengnum. Svo fór hins vegar ekki og átti hann eftir að verja síðari hluta ævi sinnar í útlegð þar sem hann lifði lífi hins uppreisnargjarna glaumgosa. Kim Jong-nam var ráðinn af dögum á flugvellinum í malasísku höfuðborginni Kuala Lumpur fyrr í vikunni. Talið er að útsendarar Norður-Kóreustjórnar hafi verið þar að verki, en þrír eru nú í haldi lögreglu – tvær konur og einn karl. Þó að líf Kim hafi að stórum hluta verið hulið leyndardómum og ýmsir orðrómar verið á kreiki þá virðist hann hafa lifað nokkuð villtu lífi. Hann gaf sjaldan færi á sér í viðtölum en fjárhættuspil, vændiskonur, fölsuð vegabréf og kvenfólk eru allt orð sem hafa verið notuð til að lýsa manninum og lífi hans.Kim Jong-nam og amma hans árið 1975.Vísir/AFPEinmanaleg æska Kim Jong-nam kom í heiminn árið 1971. Hann var sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu á árunum 1994 til 2011, og kvikmyndastjörnunnar Song Hye-rim. Honum var um árabil haldið frá kastljósi fjölmiðla og ólst hann upp í höll í höfuðborginni Pyongyang. „Kannski er það einmanaleg æskan sem hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég kýs fremur frelsið,“ á Kim að hafa sagt að því er fram kemur í frétt Politiken um Kim. Snemma á tíunda áratug síðustu aldar gekk hann í hjónaband og eignaðist nokkur börn. Hann hafði þá einnig lært stjórnmálafræði, upplýsingatækni og tungumál bæði í Rússlandi og Sviss, og sinnt ýmsum verkefnum fyrir Norður-Kóreustjórn, meðal annars að halda utan um eignir stjórnarinnar, sumar hverjar sem mátti rekja til vafasamrar starfsemi. Í frétt BBC segir að þó að hann hafi ekki átt beinan þátt í starfsemi á borð við smygli á fíkniefnum og vopnum, þá hafi hann hlutverki að gegna til að koma fé sem fékkst úr löglegri sem ólöglegri starfsemi norður-kóreska ríkisins, framhjá eftirliti opinberra aðila. Upp út aldamótum ákvað Kim hins vegar að segja skilið við norður-kóresk stjórnmál.Fjölskyldumynd frá árinu 1981. Í fremri röð eru feðgarnir Kim Jong-il og Kim Jong-nam.Vísir/AFPBjó í „Las Vegas Asíu“ Þegar Kim varð eldri bjó hann í kínverska sjáfstjórnarhéraðinu Makaó sem oft hefur verið lýst sem „Las Vegas Asíu“. Þar á lífsstíll hans að hafa verið mjög eyðslusamur og á hann að hafa stundað spilavítin af miklu kappi. Suður-kóreska blaðið Chosun Ilbo segir að hann eigi að hafa átt tvær konur, að minnsta kosti eina hjákonu og fjölda barna.Handtekinn á leið í Disneyland Kim Jong-nam rataði í heimsfréttirnar 2001, þá þrítugur að aldri, þegar hann var handtekinn í japönsku höfuðborginni Tokýó fyrir að ferðast á fölsuðu dóminíkönsku vegabréfi. Sagðist hann vera á leið í Disneyland. Sú staðreynd að hann sóttist eftir því að heimsækja bandarískan skemmtigarð var álitið mikið hneyksli og var sagt kalla mikla skömm yfir fjölskyldu Kim. Eftir atvikið lifði hann í nokkurs konar útlegð í Kína. Árið 2013 var eins og Kim hafi horfið af yfirborði jarðar í kjölfar þess að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og yngri hálfbróðir Kim Jong-nam, ákvað að Chang Song-thaek, eiginmaður föðursystur Kim-bræðranna, skyldi tekinn af lífi. Kim Jong-nam var mjög náinn Chang, og sá að Kim Jong-un væri skipulega að losa sig við alla þá sem hann taldi að gætu hrifsað af honum völdin. Kim Jong-nam ákvað að flýja til Malasíu.Lögreglubíll fyrir framan íbúð Kim Jong-nam á Makaó.Vísir/AFPFékk ekki að taka við af föður sínum Þegar leiðtoginn Kim Jong-il féll frá árið 2011 var ekki fullkomlega ljóst hver tæki við leiðtogahlutverkinu í landinu. Atvikið í Tokýó á að hafa komið í veg fyrir að Kim Jong-nam yrði fyrir valinu og þá hafði ekki verið tekið vel í hugmyndir hans um umbætur í landinu. Árið 2012 tók svo yngsti sonur Kim Jong-il, Kim Jong-un, við hlutverki leiðtoga Norður-Kóreu. Guardian seir frá því að fyrir fimm árum hafi Kim Jong-nam ritað bréf til yngri bróður síns, leiðtogans, þar sem hann óskaði þess að lífi hans og fjölskyldu sinnar yrði þyrmt. Svo virðist sem að bréfið hafi ekki skilað tilætluðum árangri og hefur æðsta stjórn Norður-Kóreu nú sent enn ein skilaboðin til allra þeirra sem ögra stjórninni.Kim Jong-nam árið 2007.Vísir/AFP
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09
Kona í haldi vegna morðsins á Kim Jong-Nam Malasískir fjölmiðlar segja að hin grunaða sé frá Mýanmar (Búrma) en hún var handtekin á flugvellinum í Kuala Lumpur í gærmorgun. 15. febrúar 2017 10:08
Hálfbróðir Kim Jong-un sagður hafa verið myrtur í Malasíu Suður-kóreskir fjölmiðlar segja útsendara Norður-Kóreustjórnar hafa eitrað fyrir Kim Jong Nam, sem var sonur fyrrverandi leiðtogans Kim Jong-il. 14. febrúar 2017 12:54
Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39
Sagði einhvern hafa spreyjað framan í sig Fjölmiðlar í Suður-Kóreu fullyrða að tvær konur, sem taldar eru vera útsendarar frá Norður-Kóreu, hafi ráðist á Kim Jong Nam á flugvelli. 14. febrúar 2017 23:13