Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 21:35 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48