Lífið

Líttu inn í fúnkísslot djáknans á Bergastaðastræti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Inga Bryndís á ótrúlega fallegt heimili.
Inga Bryndís á ótrúlega fallegt heimili.
Inga Bryndís Jónsdóttir, djákni, bauð áhorfendur Stöðvar 2 í heimsókn heim til sín í gærkvöldi þegar Sindri Sindrason skellti sér til hennar.

Inga býr í virkilega fallegu og rómantísku einbýlishúsi á Bergstaðarstrætinu ásamt eiginmanni, tveimur börnum og einum tengdasyni. Húsið er byggt upp í kringum 1930 í svokölluðum fúnkís stíl en hjónin hafa eytt síðustu tveimur árum í að gera það upp alveg frá a-ö.

Inga rekur verslunina Magnolia-Design við Skólavörðustíg sem sérhæfir sig í Skandínavískri hönnun og fegurð. Hún á búðina ásamt vinkonu sinni Kristínu.

Hér að neðan má sjá myndir innan úr þessu stórkostlega einbýli í miðborginni.

Inga Bryndís fór í Guðfræðideild Háskóla Íslands og lærði djáknann.
Smekkleg borðstofa.
Hjónaherbergið er stórt með mjög stórum fataskáp sem hægt er að ganga inn í.
Stórglæsilegt baðherbergi.
Virkilega huggulegur arinn inni í stofu.
Virkilega smekklega endurgert hjá þeim hjónunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×