NBA: Westbrook áfram í þrennustuði í nótt en fleiri voru líka með þrennu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 07:15 Russell Westbrook náði 27. þrennu sinni á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Kyle Korver skoraði sína 2000. þriggja stiga körfu á NBA-ferlinum, Boston Celtics hélt sigurgöngu sinni áfram og Draymond Green var sendur í sturtu í sigri Golden State Warriors.Russell Westbrook var með 38 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 116-105 sigur á New York Knicks. Þetta var 27. þrenna hans á leiktíðinni og hafa nú aðeins tveir leikmenn náð fleiri þrennum á einu NBA-tímabili. Oscar Robertson var með 41 þrennu 1961-62 og Wilt Chamberlain náði 31 þrennu 1967-68. Victor Oladipo bætti við 21 stigi fyrir Thunderliðið en hjá New York var Carmelo Anthony með 30 stig og Derrick Rose skoraði 25 stig. New York skoraði 39 stig í fyrsta leikhluta og var þá tólf stigum yfir en Thunder snéri leiknum við í öðrum leikhluta og var sterkara liðið það sem eftir var.LeBron James skoraði 31 stig og Kyrie Irving var með 26 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 113-104 heimasigur á Indiana Pacers. Janúar var erfiður hjá meisturunum en liðið hefur nú unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í febrúar. Þetta var annars stórt kvöld fyrir Kyle Korver. Hann hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum og varð þar með sjöundi leikmaðurinn sem nær að skorað tvö þúsund þriggja stiga körfur í NBA-deildinni. Korver endaði með 22 stig á aðeins 25 mínútum.Klay Thompson skoraði 35 stig í 109-89 sigri Golden State Warriors á nágrönnum sínum í Sacramento Kings eða meira en þeir Kevin Durant (21 stig) og Stephen Curry (13 stig) til samans. Golden State hefur unnið alla tólf leiki sína í vetur þar sem Klay Thompson er einn stigahæstur. Stephen Curry hitti aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum en gaf 9 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði sjö þrista og skoraði stigin sín 35 á 31 mínútu. Durant var með 21 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 varin skot á 32 mínútum. Draymond Green lék aðeins í fimmtán mínútur en hann fékk tvær tæknivillur og var rekinn í sturtu í öðrum leikhluta. Það háði ekki Golden State sem gerði út um leikinn með 28-2 spretti í þriðja leikhlutanum. Glenn Robinson III skoraði mest fyrir Indiana eða 19 stig en þetta var fimmti tapleikur liðsins í röð. Jeff Teague var með 15 stig og 11 stoðsendingar og Myles Turner skoraði líka 15 stig.Isaiah Thomas skoraði 13 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Boston Celtics vann 116-108 sigur á Philadelphia 76ers. Þetta var fjórði sigur Boston í röð og sá ellefti í tólf leikjum. Þeta var fertugasti leikurinn í röð sem Isaiah Thomas skorar 20 stig eða fleiri og hann jafnaði þar með félagsmet John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Marcus Smart bætti við 21 stigi og 8 stolnum boltum fyrir Boston-liðið en Dario Saric var atkvæðamestur hjá Philadelphia með 20 stig og 11 fráköst og Robert Covington skoraði 18 stig.James Harden var með þrennu fyrir Houston Rockets, 38 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar, sína fimmtándu á leiktíðinni en það dugði ekki til sigurs því Houston tapaði 117-109 á heimavelli á móti Miami Heat. Miðherjinn Hassan Whiteside var með 23 stig, 14 fráköst og 5 varin skot fyrir Miami og Dion Waiters bætti við 23 stigum. 9 fráköstum og 7 stoðsendingum. Miami endaði tveggja leikja taphrinu sem kom í kjölfarið á tólf leikja sigurgöngu liðsins.Eric Bledsoe var með þrennu fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann 137-101 sigur á Los Angeles Lakers. Bledsoe endaði með 25 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst. Devin Booker skoraði 23 stig en hjá Lakers voru þeir Lou Williams og D'Angelo Russell báðir með 21 stig.Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig og bætti við 9 fráköstum, 4 stolnum boltum og 3 stoðsendingum þegar Milwaukee Bucks vann 129-125 sigur á Brooklyn Nets. Þetta bar fjórtánda tap Brooklyn-liðsins í röð. Greg Monroe var með 25 stig fyrir Bucks og Khris Middleton skoraði 20 stig. Brook Lopez var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 36 stig.Andrew Wiggins skoraði 40 stig og Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Tomberwolves vann 112-99 sigur á Denver Nuggets. Þetta var annar 40 stiga leikur Andrew Wiggins á 24 tímum en Denver-liðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Golden State Warriors í leiknum á undan. LaMarcus Aldridge gerði 23 stig og Kawhi Leonard bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs vann 107-79 útisigur á Orlando Magic.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Sacramento Kings 109-86 Los Angeles Clippers - Atlanta Hawks 99-84 Oklahoma City Thunder - New York Knicks 116-105 Denver Nuggets - Minnesota Timberwolves 99-112 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 137-101 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 111-88 Houston Rockets - Miami Heat 109-117 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 91-95 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 116-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 125-129 Detroit Pistons - Dallas Mavericks 98-91 Toronto Raptors - Charlotte Hornets 90-85 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 113-104 Orlando Magic - San Antonio Spurs 79-107 NBA Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Russell Westbrook náði 27. þrennu sinni á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Kyle Korver skoraði sína 2000. þriggja stiga körfu á NBA-ferlinum, Boston Celtics hélt sigurgöngu sinni áfram og Draymond Green var sendur í sturtu í sigri Golden State Warriors.Russell Westbrook var með 38 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 116-105 sigur á New York Knicks. Þetta var 27. þrenna hans á leiktíðinni og hafa nú aðeins tveir leikmenn náð fleiri þrennum á einu NBA-tímabili. Oscar Robertson var með 41 þrennu 1961-62 og Wilt Chamberlain náði 31 þrennu 1967-68. Victor Oladipo bætti við 21 stigi fyrir Thunderliðið en hjá New York var Carmelo Anthony með 30 stig og Derrick Rose skoraði 25 stig. New York skoraði 39 stig í fyrsta leikhluta og var þá tólf stigum yfir en Thunder snéri leiknum við í öðrum leikhluta og var sterkara liðið það sem eftir var.LeBron James skoraði 31 stig og Kyrie Irving var með 26 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 113-104 heimasigur á Indiana Pacers. Janúar var erfiður hjá meisturunum en liðið hefur nú unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í febrúar. Þetta var annars stórt kvöld fyrir Kyle Korver. Hann hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum og varð þar með sjöundi leikmaðurinn sem nær að skorað tvö þúsund þriggja stiga körfur í NBA-deildinni. Korver endaði með 22 stig á aðeins 25 mínútum.Klay Thompson skoraði 35 stig í 109-89 sigri Golden State Warriors á nágrönnum sínum í Sacramento Kings eða meira en þeir Kevin Durant (21 stig) og Stephen Curry (13 stig) til samans. Golden State hefur unnið alla tólf leiki sína í vetur þar sem Klay Thompson er einn stigahæstur. Stephen Curry hitti aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum en gaf 9 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði sjö þrista og skoraði stigin sín 35 á 31 mínútu. Durant var með 21 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 varin skot á 32 mínútum. Draymond Green lék aðeins í fimmtán mínútur en hann fékk tvær tæknivillur og var rekinn í sturtu í öðrum leikhluta. Það háði ekki Golden State sem gerði út um leikinn með 28-2 spretti í þriðja leikhlutanum. Glenn Robinson III skoraði mest fyrir Indiana eða 19 stig en þetta var fimmti tapleikur liðsins í röð. Jeff Teague var með 15 stig og 11 stoðsendingar og Myles Turner skoraði líka 15 stig.Isaiah Thomas skoraði 13 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Boston Celtics vann 116-108 sigur á Philadelphia 76ers. Þetta var fjórði sigur Boston í röð og sá ellefti í tólf leikjum. Þeta var fertugasti leikurinn í röð sem Isaiah Thomas skorar 20 stig eða fleiri og hann jafnaði þar með félagsmet John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Marcus Smart bætti við 21 stigi og 8 stolnum boltum fyrir Boston-liðið en Dario Saric var atkvæðamestur hjá Philadelphia með 20 stig og 11 fráköst og Robert Covington skoraði 18 stig.James Harden var með þrennu fyrir Houston Rockets, 38 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar, sína fimmtándu á leiktíðinni en það dugði ekki til sigurs því Houston tapaði 117-109 á heimavelli á móti Miami Heat. Miðherjinn Hassan Whiteside var með 23 stig, 14 fráköst og 5 varin skot fyrir Miami og Dion Waiters bætti við 23 stigum. 9 fráköstum og 7 stoðsendingum. Miami endaði tveggja leikja taphrinu sem kom í kjölfarið á tólf leikja sigurgöngu liðsins.Eric Bledsoe var með þrennu fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann 137-101 sigur á Los Angeles Lakers. Bledsoe endaði með 25 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst. Devin Booker skoraði 23 stig en hjá Lakers voru þeir Lou Williams og D'Angelo Russell báðir með 21 stig.Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig og bætti við 9 fráköstum, 4 stolnum boltum og 3 stoðsendingum þegar Milwaukee Bucks vann 129-125 sigur á Brooklyn Nets. Þetta bar fjórtánda tap Brooklyn-liðsins í röð. Greg Monroe var með 25 stig fyrir Bucks og Khris Middleton skoraði 20 stig. Brook Lopez var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 36 stig.Andrew Wiggins skoraði 40 stig og Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Tomberwolves vann 112-99 sigur á Denver Nuggets. Þetta var annar 40 stiga leikur Andrew Wiggins á 24 tímum en Denver-liðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Golden State Warriors í leiknum á undan. LaMarcus Aldridge gerði 23 stig og Kawhi Leonard bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs vann 107-79 útisigur á Orlando Magic.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Sacramento Kings 109-86 Los Angeles Clippers - Atlanta Hawks 99-84 Oklahoma City Thunder - New York Knicks 116-105 Denver Nuggets - Minnesota Timberwolves 99-112 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 137-101 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 111-88 Houston Rockets - Miami Heat 109-117 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 91-95 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 116-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 125-129 Detroit Pistons - Dallas Mavericks 98-91 Toronto Raptors - Charlotte Hornets 90-85 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 113-104 Orlando Magic - San Antonio Spurs 79-107
NBA Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira