Innlent

Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari (fyrir miðju) ásamt Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFSS, og Valmundi Valmundssyni, formaður Sjómannasambands Íslands.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari (fyrir miðju) ásamt Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFSS, og Valmundi Valmundssyni, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir
Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er farið að sjást til lands í deilum aðila og telja bjartsýnustu menn mögulegt að samningar náist í deilunni í dag.

RÚV greindi frá því í hádeginu að samninganefnd sjómanna hefði komið saman til fundar í Borgartúninu í morgun og haldið eigin fund. Í framhaldinu var svo sest að samningaborðinu með útgerðarmönnum og ríkissáttasemjara klukkan 14 samkvæmt Mbl.is.

Sjómenn sendu útgerðinni það sem þeir kölluð lokatilboð sitt á mánudag. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi svöruðu með gagntilboði síðdegis í gær. Því tilboði var hafnað og ítrekað að tilboð sjómanna stæði enn.

Fróðlegt verður að sjá hvernig framvindur en lykilmenn í samningaviðræðum hafa ekki viljað tjá sig um stöðu mála við fréttastofu það sem af er degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×