Spennandi framtíð stafrænnar tónlistar Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2017 11:00 Tónlistarútgefendur fá nú yfir helming tekna sinna eftir stafrænum leiðum. Þessar nýju dreifileiðir hafa ekki skilað þeim sömu afkomu og geisladiskurinn en nú virðast nýir tímar framundan og lag að spyrja hvort iðnaðurinn hafi náð botni og leiðin liggi upp á við.Stóru aðilarnir láta til sín taka Frá aldamótum má segja að tónlistariðnaðurinn hafi gengið í gegnum þrjú skeið og er það þriðja nýhafið.2000-2012: Sala geisladiska dróst saman og í staðinn var tónlist hlaðið niður, með löglegum eða ólöglegum hætti. Heildartekjur iðnaðarins lækkuðu stöðugt milli ára.2012-2016: Streymisþjónustur á borð við Spotify buðu upp á nýja leið til að njóta tónlistar. Þær tóku smátt og smátt yfir stafræna markaðinn en illa gekk að skapa tekjur.2016- ?: Í fullmótuðum stafrænum heimi blanda stóru aðilarnir sér í baráttuna. Apple, Amazon og Google átta sig á umfangi stafrænnar tónlistar og tekjumöguleikunum. Tekst þeim að skapa nægar tekjur og bæta afkomu útgefenda og tónlistarfólks?Hvernig er hægt að hagnast á þessu? Framleiðslu- og dreifingarkostnaður stafrænnar tónlistar er sáralítill. Áberandi er þó hversu makalaust illa hefur gengið að skapa tekjur af streymi tónlistar. Niðurhalið er að hverfa af markaðnum og framtíðin liggur í streymi, ýmist fríu streymi með auglýsingum eða áskriftarþjónustum. Í árdaga streymisins var talið að báðar leiðir gætu skilað hagnaði en raunin er allt önnur. Yfirgnæfandi meirihluti hlustenda sækir sína tónlist án þess að greiða fyrir hana en auglýsingarnar skila aðeins um 10% teknanna og fer það hlutfall lækkandi. Þrátt fyrir mikinn vöxt í notkun Spotify skilar fyrirtækið enn miklu tapi og stóra viðfangsefnið er að fjölga áskrifendum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika mun samkeppnin við Spotify aukast til muna á þessu ári. Rætt er um að Google vilji kaupa SoundCloud, eigendur Amazon Echo fá ríflegan afslátt af Amazon Music og fjöldi áskrifenda Apple Music hefur vaxið mun hraðar en hjá Spotify undanfarin misseri. Verkefni þessara stóru aðila verður að tryggja að streymi sé arðbært. Svo virðist sem árið 2017 munum við í fyrsta sinn sjá alvöru samkeppni á þeim markaði en enn er engin leið að ráða í hver er sigurstranglegastur.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Tónlistarútgefendur fá nú yfir helming tekna sinna eftir stafrænum leiðum. Þessar nýju dreifileiðir hafa ekki skilað þeim sömu afkomu og geisladiskurinn en nú virðast nýir tímar framundan og lag að spyrja hvort iðnaðurinn hafi náð botni og leiðin liggi upp á við.Stóru aðilarnir láta til sín taka Frá aldamótum má segja að tónlistariðnaðurinn hafi gengið í gegnum þrjú skeið og er það þriðja nýhafið.2000-2012: Sala geisladiska dróst saman og í staðinn var tónlist hlaðið niður, með löglegum eða ólöglegum hætti. Heildartekjur iðnaðarins lækkuðu stöðugt milli ára.2012-2016: Streymisþjónustur á borð við Spotify buðu upp á nýja leið til að njóta tónlistar. Þær tóku smátt og smátt yfir stafræna markaðinn en illa gekk að skapa tekjur.2016- ?: Í fullmótuðum stafrænum heimi blanda stóru aðilarnir sér í baráttuna. Apple, Amazon og Google átta sig á umfangi stafrænnar tónlistar og tekjumöguleikunum. Tekst þeim að skapa nægar tekjur og bæta afkomu útgefenda og tónlistarfólks?Hvernig er hægt að hagnast á þessu? Framleiðslu- og dreifingarkostnaður stafrænnar tónlistar er sáralítill. Áberandi er þó hversu makalaust illa hefur gengið að skapa tekjur af streymi tónlistar. Niðurhalið er að hverfa af markaðnum og framtíðin liggur í streymi, ýmist fríu streymi með auglýsingum eða áskriftarþjónustum. Í árdaga streymisins var talið að báðar leiðir gætu skilað hagnaði en raunin er allt önnur. Yfirgnæfandi meirihluti hlustenda sækir sína tónlist án þess að greiða fyrir hana en auglýsingarnar skila aðeins um 10% teknanna og fer það hlutfall lækkandi. Þrátt fyrir mikinn vöxt í notkun Spotify skilar fyrirtækið enn miklu tapi og stóra viðfangsefnið er að fjölga áskrifendum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika mun samkeppnin við Spotify aukast til muna á þessu ári. Rætt er um að Google vilji kaupa SoundCloud, eigendur Amazon Echo fá ríflegan afslátt af Amazon Music og fjöldi áskrifenda Apple Music hefur vaxið mun hraðar en hjá Spotify undanfarin misseri. Verkefni þessara stóru aðila verður að tryggja að streymi sé arðbært. Svo virðist sem árið 2017 munum við í fyrsta sinn sjá alvöru samkeppni á þeim markaði en enn er engin leið að ráða í hver er sigurstranglegastur.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.