Strákarnir fengu engin Laureus-verðlaun: Töpuðu fyrir Nico Rosberg og Barca-börnum 14. febrúar 2017 20:02 Engin verðlaun þetta árið. vísir/epa Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta fóru tómhentir heim frá hinum virtu Laureus-verðlaunum í Mónakó í kvöld. Íselenska liðið var tilnefnt til tveggja verðlauna en fékk hvorug. Í flokknum framfarir ársins eða Breakthrough of the Year töpuðu strákarnir okkar fyrir þýska Formúlukappanum Nico Rosberg sem varð heimsmeistari í fyrsta skipti síðasta haust. Íslenska landsliðið var vitaskuld tilnefnt fyrir frammistöðuna sína á Evrópumótinu í fótbolta þar sem það heillaði heiminn á leið sinni í átta liða úrslitin. Óvæntir Englandsmeistarar Leicester voru einnig tilnefndir í sama flokki sem og Rubby Seven-lið Fiji. Í flokknum besta íþróttaaugnablik ársins eða The Laureus Best Sporting Moment of the Year töpuðu strákarnir fyrir tólf ára gömlum leikmönnum Barcelona sem vöktu verðskuldaða athygli þegar þeir hugguðu mótherja sína á krúttlegan hátt eftir leik á síðasta ári. Þetta er nýr flokkur þar sem notast var við kosningu á netinu til að skera úr um sigurvegara og segir á Twitter-síðu Laureus-verðlaunanna að mjótt hafi verið á mununum. Íslenska landsliðið var tilnefnt fyrir Víkingaklappið sem leikmenn tóku ásamt stuðningsmönnum eftir sigurinn eftirminnilega á Englandi í Hreiðrinu í Nice á EM síðasta sumar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, voru fulltrúa Íslands í Mónakó í kvöld.The Laureus World Breakthrough of the Year is Nico Rosberg! #Laureus17 pic.twitter.com/m3nXQdZRZ8— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 Laureus Best Sporting Moment of the Year is awarded to the FC Barcelona U12 Team! #Laureus17 pic.twitter.com/gqyvxRS5yp— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 FC Barcelona U-12 team nominated for Best Sporting Moment of the Year 2016VOTE https://t.co/LxBq5lr4LE https://t.co/KUkhb2GPTT— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 12, 2017 Representing the Icelandic national team at the @laureussport awards. We are nominated in two categories, Breakthrough of the year and The best sporting moment of the year. Exciting night! #laureus #sneakersforgood A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Feb 14, 2017 at 9:23am PST Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta fóru tómhentir heim frá hinum virtu Laureus-verðlaunum í Mónakó í kvöld. Íselenska liðið var tilnefnt til tveggja verðlauna en fékk hvorug. Í flokknum framfarir ársins eða Breakthrough of the Year töpuðu strákarnir okkar fyrir þýska Formúlukappanum Nico Rosberg sem varð heimsmeistari í fyrsta skipti síðasta haust. Íslenska landsliðið var vitaskuld tilnefnt fyrir frammistöðuna sína á Evrópumótinu í fótbolta þar sem það heillaði heiminn á leið sinni í átta liða úrslitin. Óvæntir Englandsmeistarar Leicester voru einnig tilnefndir í sama flokki sem og Rubby Seven-lið Fiji. Í flokknum besta íþróttaaugnablik ársins eða The Laureus Best Sporting Moment of the Year töpuðu strákarnir fyrir tólf ára gömlum leikmönnum Barcelona sem vöktu verðskuldaða athygli þegar þeir hugguðu mótherja sína á krúttlegan hátt eftir leik á síðasta ári. Þetta er nýr flokkur þar sem notast var við kosningu á netinu til að skera úr um sigurvegara og segir á Twitter-síðu Laureus-verðlaunanna að mjótt hafi verið á mununum. Íslenska landsliðið var tilnefnt fyrir Víkingaklappið sem leikmenn tóku ásamt stuðningsmönnum eftir sigurinn eftirminnilega á Englandi í Hreiðrinu í Nice á EM síðasta sumar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, voru fulltrúa Íslands í Mónakó í kvöld.The Laureus World Breakthrough of the Year is Nico Rosberg! #Laureus17 pic.twitter.com/m3nXQdZRZ8— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 Laureus Best Sporting Moment of the Year is awarded to the FC Barcelona U12 Team! #Laureus17 pic.twitter.com/gqyvxRS5yp— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 FC Barcelona U-12 team nominated for Best Sporting Moment of the Year 2016VOTE https://t.co/LxBq5lr4LE https://t.co/KUkhb2GPTT— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 12, 2017 Representing the Icelandic national team at the @laureussport awards. We are nominated in two categories, Breakthrough of the year and The best sporting moment of the year. Exciting night! #laureus #sneakersforgood A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Feb 14, 2017 at 9:23am PST
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira