NBA: Denver felldi Golden State á eigin bragði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 07:15 Þetta var erfitt kvöld fyrir Stephen Curry og félaga. Vísir/AP Denver Nuggets bauð upp á skotsýningu í óvæntum sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Galdrakarlarnir frá Washington slökktu næstum því alveg á Russell Westbrook. Spurs innsiglaði tuttugasta tímabilið í röð þar sem liðið vinnur fleiri leiki en það tapar.Nikola Jokic var með þrennu þegar Denver Nuggets vann 132-110 sigur á Golden State Warriors en Denver jafnaði NBA-metið með því að skora 24 þriggja stiga körfur í leiknum. Jokic endaði leikinn með 17 stig, 21 frákast og 12 stoðsendingar. Nýliðinn Juancho Hernangomez skoraði 27 stig en hann skoraði alls sex þrista í leiknum. Will Barton var síðan með 24 stig og Jameer Nelson skoraði 23 stig. Á meðan Denver Nuggets liðið hitti úr 24 af 40 þriggja stiga skotum sínum fóru aðeins 8 af 32 rétta leið hjá Golden State. Stephen Curry hitti sem dæmi aðeins úr 1 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Denver-liðið felldi því Golde State á eigin bragði. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Golden State Warriors, Patrick McCaw var með 19 stig og Ian Clark skoraði 18 stig. Stephen Curry skoraði hinsvegar bara 11 stig en hann klikkaði á 14 af 18 skotum sínum. Klay Thompson spilaði ekki.Kawhi Leonard skoraði 32 stig þegar San Antonio Spurs vann 110-106 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var 42. sigur Spurs á tímabilinu og því er það öruggt að liðið vinnur fleiri leiki en það tapar á tuttugasta tímabilinu í röð. San Antonio bætti með því NBA-met Utah Jazz frá dögum Karl Malone og John Stokckton. Liðið hefur náð þessu á öllum tímabilum frá 1997-98 sem var einmitt nýliðaár Tim Duncan. Utah var með 19 sigur-tímabil í röð frá 1985 til 2004. LaMarcus Aldridge var með 10 af 19 stigum sínum á síðustu sjö mínútunum og þeir Danny Green, Tony Parker og David Lee skoruðu allir 12 stig í leiknum. Paul George var með 27 stig hjá Indiana og Myles Turner bætti við 22 stigum.Russell Westbrook var langt undir meðaltölum sínum þegar Oklahoma City Thunder steinlág á móti Washington Wizards 120-98. Westbrook, sem er með þrennu að meðaltali, endaði með 17 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr 5 af 19 skotum og hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu þar sem hann var með meðalskor upp á 31,2 stig í leik fyrir leikinn í nótt. Russell Westbrook spilaði reyndar ekkert eftir miðjan þriðja leikhluta en á þeim kafla klikkaði Thunder-liðið meðal annars á 24 skotum í röð. Washington vann þann kafla 32-5 þar sem Westbrook sjálfur klikkaði á níu skotum í röð. Bakverðirnir Bradley Beal og John Wall voru í aðalhlutverki hjá Washington-liðinu. Beal skoraði 22 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum en Wall var með 15 stig og 14 stoðsendingar.Isaiah Thomas var með 29 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 111-98 útisigur á Dallas Mavericks. Marcus Smart bætti við 19 stigum og Kelly Olynyk skoraði 7 af 15 stigum sínum í 12-2 spretti liðsins í lokaleikhlutanum. Yogi Ferrell skoraði 20 stig fyrir Dallas.Blake Griffin var með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar lið hans Los Angeles Clippers vann 88-72 sigur á Utah Jazz. DeAndre Jordan var með 10 stig og 13 fráköst og sonur þjálfrans, Austin Rivers, skoraði 15 stig.Mike Conley skoraði 32 stig og Marc Gasol var með 19 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 112-103 útisigur á Brooklyn Nets. Þetta var þrettánda tap Brooklyn Nets í röð en Memphis vann í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Golden State Warriors 132-110 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 108-110 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 72-88 Dallas Mavericks - Boston Celtics 98-111 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-89 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 120-98 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 103-112 Miami Heat - Orlando Magic 107-116 Charlotte Hornets - Philadelphia 76ers 99-105 Indiana Pacers - San Antonio Spurs 106-110 Portland Trail Blazers - Atlanta Hawks 104-109 (framlenging) NBA Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Denver Nuggets bauð upp á skotsýningu í óvæntum sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Galdrakarlarnir frá Washington slökktu næstum því alveg á Russell Westbrook. Spurs innsiglaði tuttugasta tímabilið í röð þar sem liðið vinnur fleiri leiki en það tapar.Nikola Jokic var með þrennu þegar Denver Nuggets vann 132-110 sigur á Golden State Warriors en Denver jafnaði NBA-metið með því að skora 24 þriggja stiga körfur í leiknum. Jokic endaði leikinn með 17 stig, 21 frákast og 12 stoðsendingar. Nýliðinn Juancho Hernangomez skoraði 27 stig en hann skoraði alls sex þrista í leiknum. Will Barton var síðan með 24 stig og Jameer Nelson skoraði 23 stig. Á meðan Denver Nuggets liðið hitti úr 24 af 40 þriggja stiga skotum sínum fóru aðeins 8 af 32 rétta leið hjá Golden State. Stephen Curry hitti sem dæmi aðeins úr 1 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Denver-liðið felldi því Golde State á eigin bragði. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Golden State Warriors, Patrick McCaw var með 19 stig og Ian Clark skoraði 18 stig. Stephen Curry skoraði hinsvegar bara 11 stig en hann klikkaði á 14 af 18 skotum sínum. Klay Thompson spilaði ekki.Kawhi Leonard skoraði 32 stig þegar San Antonio Spurs vann 110-106 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var 42. sigur Spurs á tímabilinu og því er það öruggt að liðið vinnur fleiri leiki en það tapar á tuttugasta tímabilinu í röð. San Antonio bætti með því NBA-met Utah Jazz frá dögum Karl Malone og John Stokckton. Liðið hefur náð þessu á öllum tímabilum frá 1997-98 sem var einmitt nýliðaár Tim Duncan. Utah var með 19 sigur-tímabil í röð frá 1985 til 2004. LaMarcus Aldridge var með 10 af 19 stigum sínum á síðustu sjö mínútunum og þeir Danny Green, Tony Parker og David Lee skoruðu allir 12 stig í leiknum. Paul George var með 27 stig hjá Indiana og Myles Turner bætti við 22 stigum.Russell Westbrook var langt undir meðaltölum sínum þegar Oklahoma City Thunder steinlág á móti Washington Wizards 120-98. Westbrook, sem er með þrennu að meðaltali, endaði með 17 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr 5 af 19 skotum og hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu þar sem hann var með meðalskor upp á 31,2 stig í leik fyrir leikinn í nótt. Russell Westbrook spilaði reyndar ekkert eftir miðjan þriðja leikhluta en á þeim kafla klikkaði Thunder-liðið meðal annars á 24 skotum í röð. Washington vann þann kafla 32-5 þar sem Westbrook sjálfur klikkaði á níu skotum í röð. Bakverðirnir Bradley Beal og John Wall voru í aðalhlutverki hjá Washington-liðinu. Beal skoraði 22 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum en Wall var með 15 stig og 14 stoðsendingar.Isaiah Thomas var með 29 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 111-98 útisigur á Dallas Mavericks. Marcus Smart bætti við 19 stigum og Kelly Olynyk skoraði 7 af 15 stigum sínum í 12-2 spretti liðsins í lokaleikhlutanum. Yogi Ferrell skoraði 20 stig fyrir Dallas.Blake Griffin var með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar lið hans Los Angeles Clippers vann 88-72 sigur á Utah Jazz. DeAndre Jordan var með 10 stig og 13 fráköst og sonur þjálfrans, Austin Rivers, skoraði 15 stig.Mike Conley skoraði 32 stig og Marc Gasol var með 19 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 112-103 útisigur á Brooklyn Nets. Þetta var þrettánda tap Brooklyn Nets í röð en Memphis vann í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Golden State Warriors 132-110 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 108-110 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 72-88 Dallas Mavericks - Boston Celtics 98-111 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-89 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 120-98 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 103-112 Miami Heat - Orlando Magic 107-116 Charlotte Hornets - Philadelphia 76ers 99-105 Indiana Pacers - San Antonio Spurs 106-110 Portland Trail Blazers - Atlanta Hawks 104-109 (framlenging)
NBA Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira