Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2017 09:00 Staðfest. Gunnar Nelson berst við Alan Jouban eftir rúman mánuð. UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi.Orðrómur um bardaga þeirra fór á flug í gær og nú hefur þessi orðrómur verið staðfestur. Bardagi þeirra verður næststærsti bardagi kvöldsins í London. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í UFC síðan í maí á síðasta ári. Þá vann Gunnar sannfærandi sigur á Rússanum Albert Tumenov.Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að UFC hefði opnað gluggann á að hann myndi berjast á þessu bardagakvöldi en þá héldu flestir að búið væri að fullmanna kvöldið. UFC hafði greinilega mikinn áhuga á því að tefla Gunnari fram þetta kvöld fyrst þeir settu hann á það og í næststærsta bardagann.Gunnar á vigtinni fyrir sinn síðasta bardaga.vísir/gettyGunnar hafði áhuga á að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim sem hann átti að berjast við í Belfast síðasta nóvember. Dong afþakkaði bardagann og sagðist vera meiddur. Gunnar vildi berjast við einhvern sem væri nálægt honum á styrkleikalista UFC en Gunnar er í níunda sæti í veltivigtinni. Samkvæmt heimildum Vísis var haft samband við nokkra þeirra en allir sögðust þeir vera meiddir. Bardagi við Jouban varð því niðurstaðan. Þessi 35 ára gamli Bandaríkjamaður er ekki á styrkleikalista UFC. Jouban er engu að síður öflugur bardagakappi sem hefur unnið 15 af 19 bardögum sínum í MMA. Níu sigrar hafa komið eftir rothögg, fimm eftir dómaraákvörðun og aðeins einn eftir uppgjafartak. Hann keppti fyrst í UFC í ágúst árið 2014. Hann hefur unnið sex af átta bardögum sínum hjá bardagasambandinu stóra. Annað af töpum Jouban kom gegn Albert Tumenov sem Gunnar vann síðasta vor. Tumenov vann sannfærandi sigur á Jouban en bardagi þeirra var stöðvaður í fyrstu lotu. Sá bardagi fór fram í október árið 2015 en síðan þá hefur Jouban unnið þrjá bardaga í röð. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Bardagi milli mín og Cerrone yrði frábær Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. 4. febrúar 2017 19:15 Dong vill sleppa Gunnari og fara beint í Maia Kóreubúinn Dong Hyun Kim hefur lýst yfir áhuga á að berjast næst við Demian Maia en hann átti að keppa við Gunnar Nelson í nóvember. 4. janúar 2017 11:00 Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana. 7. febrúar 2017 19:00 Gunnar heldur áfram að klífa listann hjá UFC Þó svo Gunnar Nelson hafi ekki barist síðan í maí á síðasta ári þá heldur hann áfram för sinni upp styrkleikalista UFC. 2. febrúar 2017 11:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi.Orðrómur um bardaga þeirra fór á flug í gær og nú hefur þessi orðrómur verið staðfestur. Bardagi þeirra verður næststærsti bardagi kvöldsins í London. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í UFC síðan í maí á síðasta ári. Þá vann Gunnar sannfærandi sigur á Rússanum Albert Tumenov.Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að UFC hefði opnað gluggann á að hann myndi berjast á þessu bardagakvöldi en þá héldu flestir að búið væri að fullmanna kvöldið. UFC hafði greinilega mikinn áhuga á því að tefla Gunnari fram þetta kvöld fyrst þeir settu hann á það og í næststærsta bardagann.Gunnar á vigtinni fyrir sinn síðasta bardaga.vísir/gettyGunnar hafði áhuga á að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim sem hann átti að berjast við í Belfast síðasta nóvember. Dong afþakkaði bardagann og sagðist vera meiddur. Gunnar vildi berjast við einhvern sem væri nálægt honum á styrkleikalista UFC en Gunnar er í níunda sæti í veltivigtinni. Samkvæmt heimildum Vísis var haft samband við nokkra þeirra en allir sögðust þeir vera meiddir. Bardagi við Jouban varð því niðurstaðan. Þessi 35 ára gamli Bandaríkjamaður er ekki á styrkleikalista UFC. Jouban er engu að síður öflugur bardagakappi sem hefur unnið 15 af 19 bardögum sínum í MMA. Níu sigrar hafa komið eftir rothögg, fimm eftir dómaraákvörðun og aðeins einn eftir uppgjafartak. Hann keppti fyrst í UFC í ágúst árið 2014. Hann hefur unnið sex af átta bardögum sínum hjá bardagasambandinu stóra. Annað af töpum Jouban kom gegn Albert Tumenov sem Gunnar vann síðasta vor. Tumenov vann sannfærandi sigur á Jouban en bardagi þeirra var stöðvaður í fyrstu lotu. Sá bardagi fór fram í október árið 2015 en síðan þá hefur Jouban unnið þrjá bardaga í röð.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Bardagi milli mín og Cerrone yrði frábær Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. 4. febrúar 2017 19:15 Dong vill sleppa Gunnari og fara beint í Maia Kóreubúinn Dong Hyun Kim hefur lýst yfir áhuga á að berjast næst við Demian Maia en hann átti að keppa við Gunnar Nelson í nóvember. 4. janúar 2017 11:00 Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana. 7. febrúar 2017 19:00 Gunnar heldur áfram að klífa listann hjá UFC Þó svo Gunnar Nelson hafi ekki barist síðan í maí á síðasta ári þá heldur hann áfram för sinni upp styrkleikalista UFC. 2. febrúar 2017 11:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20
Gunnar: Bardagi milli mín og Cerrone yrði frábær Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. 4. febrúar 2017 19:15
Dong vill sleppa Gunnari og fara beint í Maia Kóreubúinn Dong Hyun Kim hefur lýst yfir áhuga á að berjast næst við Demian Maia en hann átti að keppa við Gunnar Nelson í nóvember. 4. janúar 2017 11:00
Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00
Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana. 7. febrúar 2017 19:00
Gunnar heldur áfram að klífa listann hjá UFC Þó svo Gunnar Nelson hafi ekki barist síðan í maí á síðasta ári þá heldur hann áfram för sinni upp styrkleikalista UFC. 2. febrúar 2017 11:00