Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar Nelson vann Albert Tumenov síðast í maí í fyrra. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans. MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans.
MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00