Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 19:00 Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. Silfra á Þingvöllum er almennta talinn flottasti köfunarstaður á Íslandi. Gjáin er kristaltær, vatnið í henni í tvær til fjórar gráðu allan ársins hring og skygnið er 150 metrar og takmarkast eingöngu af klettum í gjánni sjálfri. Silfra hefur ítrekað verið valin af erlendum köfunartímaritum sem einn af þremur flottustu köfunarstöðum í heiminum fyrir köfun í köldu vatni. Köfun fyrir ferðamenn hefur staðið yfir í um 20 ár en Þingvallanefnd fjallaði fyrst um ósk atvinnukafara um leyfi til þess að fara með ferðamenn í köfun innan þjóðgarðsins á fundi sínum árið 1995. Köfun með sérstakri gjaldtöku sem rennur til Þjóðgarðsins hefur staðið yfir frá síðustu aldamótum. Fyrirtækin sem bjóða köfun í Silfru lúta sömu skilmálum en gerð er krafa um 18 ára aldur og þá þurfa viðskiptavinir að hafa kafað á síðustu tveimur árum og hafa svokallað Open Water skírteini frá viðurkenndum köfunarskóla- eða samtökum. Fyrir þá sem treysta sér ekki til að kafa í þurrbúningi mæla fyrirtækin með snorkli.Snorkl í Silfru „auðvelt og afslappandi“ Á vefsíðunni Scuba.is segir að það „sé auðveld og afslappandi og frábær leið til að skoða Silfru.“ Þetta er aðeins eitt af fyrirtækjunum sem bjóða þjónustu í Silfru en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa 7-10 fyrirtæki boðið köfunarþjónustu í gjánni á síðustu árum. Upplýsingar um þetta virðast þó eitthvað á reiki því hjá starfsmönnum þjóðgarðsins eru þetta 5-8 fyrirtæki. Ferðamaðurinn sem lést við köfun í Silfru í gær hafði verið við snorkl í Silfru þegar hann lést en ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða fyrirtæki hann var í viðskiptum við. Hann er fjórði einstaklingurinn sem lætur lífið við köfun í Silfru frá 2010. Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þar hafa tveir látist af slysförum frá 2007. Að þessu sögðu er ljóst að á engum öðrum stað á landinu en Silfru hafa fleiri ferðamenn týnt lífi. Fyrirtækin sem bjóða upp á köfun í Silfru þurfa öll að uppfylla sömu skilmála og viðskiptavinir þurfa sömuleiðis að fá sömu upplýsingar þegar þeir ganga frá samningi um köfun. Samgöngustofa fer með eftirlit með þeim sem sinna köfun á Íslandi og setur fyrirtækjunum skilyrði, ekki Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Ég veit að fyrirtækin eru mjög metnaðarfull að fara eftir þessum reglum en það hlýtur að vera að við getum lagfært eitthvað í ljósi þess að svona mörg óhöpp verða,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vill herða reglur um köfun í gjánni og hækka gjaldið sem rennur til þjóðgarðsins af söluverði köfunar úr þúsund krónum í fimmtán hundruð krónur. Með þessu væri hægt að fjármagna stöðu eftirlitsmanns sem kæmi frá samgöngustofu. Þúsund krónur er aðeins brot af útsöluverði köfunar hjá fyrirtækjum sem veita þjónustu í Silfru. Sem dæmi kostar 6-8 tíma köfun í þurrbúningi 39.900 kr. hjá einu þeirra. „Það má bæta við einu atriði sem ég tel mjög mikilvægt en það er að kafarar sýni fram á dagbók, eða logg-bók, sem sýnir hvar og hvernig þeir hafa kafað,“ segir Ólafur. Hann nefnir í þessu sambandi að ekki megi leggja til jafns tvö skipti við köfun í karabíska hafinu og köfun í ísköldu vatni í Silfru þar sem hitastig vatnsins er á bilinu 2-4 gráður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. Silfra á Þingvöllum er almennta talinn flottasti köfunarstaður á Íslandi. Gjáin er kristaltær, vatnið í henni í tvær til fjórar gráðu allan ársins hring og skygnið er 150 metrar og takmarkast eingöngu af klettum í gjánni sjálfri. Silfra hefur ítrekað verið valin af erlendum köfunartímaritum sem einn af þremur flottustu köfunarstöðum í heiminum fyrir köfun í köldu vatni. Köfun fyrir ferðamenn hefur staðið yfir í um 20 ár en Þingvallanefnd fjallaði fyrst um ósk atvinnukafara um leyfi til þess að fara með ferðamenn í köfun innan þjóðgarðsins á fundi sínum árið 1995. Köfun með sérstakri gjaldtöku sem rennur til Þjóðgarðsins hefur staðið yfir frá síðustu aldamótum. Fyrirtækin sem bjóða köfun í Silfru lúta sömu skilmálum en gerð er krafa um 18 ára aldur og þá þurfa viðskiptavinir að hafa kafað á síðustu tveimur árum og hafa svokallað Open Water skírteini frá viðurkenndum köfunarskóla- eða samtökum. Fyrir þá sem treysta sér ekki til að kafa í þurrbúningi mæla fyrirtækin með snorkli.Snorkl í Silfru „auðvelt og afslappandi“ Á vefsíðunni Scuba.is segir að það „sé auðveld og afslappandi og frábær leið til að skoða Silfru.“ Þetta er aðeins eitt af fyrirtækjunum sem bjóða þjónustu í Silfru en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa 7-10 fyrirtæki boðið köfunarþjónustu í gjánni á síðustu árum. Upplýsingar um þetta virðast þó eitthvað á reiki því hjá starfsmönnum þjóðgarðsins eru þetta 5-8 fyrirtæki. Ferðamaðurinn sem lést við köfun í Silfru í gær hafði verið við snorkl í Silfru þegar hann lést en ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða fyrirtæki hann var í viðskiptum við. Hann er fjórði einstaklingurinn sem lætur lífið við köfun í Silfru frá 2010. Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þar hafa tveir látist af slysförum frá 2007. Að þessu sögðu er ljóst að á engum öðrum stað á landinu en Silfru hafa fleiri ferðamenn týnt lífi. Fyrirtækin sem bjóða upp á köfun í Silfru þurfa öll að uppfylla sömu skilmála og viðskiptavinir þurfa sömuleiðis að fá sömu upplýsingar þegar þeir ganga frá samningi um köfun. Samgöngustofa fer með eftirlit með þeim sem sinna köfun á Íslandi og setur fyrirtækjunum skilyrði, ekki Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Ég veit að fyrirtækin eru mjög metnaðarfull að fara eftir þessum reglum en það hlýtur að vera að við getum lagfært eitthvað í ljósi þess að svona mörg óhöpp verða,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vill herða reglur um köfun í gjánni og hækka gjaldið sem rennur til þjóðgarðsins af söluverði köfunar úr þúsund krónum í fimmtán hundruð krónur. Með þessu væri hægt að fjármagna stöðu eftirlitsmanns sem kæmi frá samgöngustofu. Þúsund krónur er aðeins brot af útsöluverði köfunar hjá fyrirtækjum sem veita þjónustu í Silfru. Sem dæmi kostar 6-8 tíma köfun í þurrbúningi 39.900 kr. hjá einu þeirra. „Það má bæta við einu atriði sem ég tel mjög mikilvægt en það er að kafarar sýni fram á dagbók, eða logg-bók, sem sýnir hvar og hvernig þeir hafa kafað,“ segir Ólafur. Hann nefnir í þessu sambandi að ekki megi leggja til jafns tvö skipti við köfun í karabíska hafinu og köfun í ísköldu vatni í Silfru þar sem hitastig vatnsins er á bilinu 2-4 gráður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12