Díana Dögg meiddist illa: „Ég hef aldrei grenjað jafnhátt“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:45 Díana Dögg er á hækjum og fer í skoðun á miðvikudaginn. vísir/eyþór/skjáskot Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur. Olís-deild kvenna Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira