Margrét Lára skoraði í fyrsta leik eftir aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 11:00 Margrét Lára Viðarsdóttir. Vísir/Hanna Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er kominn aftur inn á völlinn eftir uppskurð á læri. Margrét Lára hélt upp á endurkomu sína með marki og sigri þegar Valur vann ÍBV 6-3 í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í gær. Margrét Lára skoraði þriðja mark leiksins á 34. mínútu en hún spilaði bara fyrri hálfleikinn en Valsmenn ætla að passa upp á að fyrirliðinn sinn fari ekki of hratt af stað. Framundan er risastórt sumar þar sem hápunkturinn er Evrópumótið í Hollandi þar sem Margrét Lára á möguleika á því að spila á sínu þriðja Evrópumóti. Elín Metta Jensen var búin að koma Val í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 23 mínútunum þegar Margrét Lára skoraði sitt mark. Elín Metta bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik og skoraði því fernu í leiknum. Sjötta mark Valsliðsins skoraði síðan Málfríður Anna Eiríksdóttir. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Cloé Lacasse og Linda Björk Brynjarsdóttir skoruðu mörk ÍBV í leiknum en þær minnkuðu muninn í 2-1, í 3-2 og svo í 6-3 á lokamínútu leiksins.Þór/KA vann 5-1 sigur á FH í Lengjubikarnum í gær en mörk liðsins skoruðu þær Hulda Ósk Jónsdóttir (2 mörk), Rut Matthíasdóttir Sandra María Jessen og Karen María Sigurgeirsdóttir. Halla Marinósdóttir minnkaði muninn fyrir FH. Sandra María klikkaði líka á víti í leiknum.Stjarnan og Breiðablik gerðu síðan 4-4 jafntefli í síðasta leik dagsins þar sem Stjörnukonur voru 3-0 yfir í hálfleik. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna og þær Lára Kristín Pedersen og Agla María Albertsdóttir eitt mark hvor. Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Antonsdóttir, Guðrún Gyða Haralz og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk Blika. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er kominn aftur inn á völlinn eftir uppskurð á læri. Margrét Lára hélt upp á endurkomu sína með marki og sigri þegar Valur vann ÍBV 6-3 í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í gær. Margrét Lára skoraði þriðja mark leiksins á 34. mínútu en hún spilaði bara fyrri hálfleikinn en Valsmenn ætla að passa upp á að fyrirliðinn sinn fari ekki of hratt af stað. Framundan er risastórt sumar þar sem hápunkturinn er Evrópumótið í Hollandi þar sem Margrét Lára á möguleika á því að spila á sínu þriðja Evrópumóti. Elín Metta Jensen var búin að koma Val í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 23 mínútunum þegar Margrét Lára skoraði sitt mark. Elín Metta bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik og skoraði því fernu í leiknum. Sjötta mark Valsliðsins skoraði síðan Málfríður Anna Eiríksdóttir. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Cloé Lacasse og Linda Björk Brynjarsdóttir skoruðu mörk ÍBV í leiknum en þær minnkuðu muninn í 2-1, í 3-2 og svo í 6-3 á lokamínútu leiksins.Þór/KA vann 5-1 sigur á FH í Lengjubikarnum í gær en mörk liðsins skoruðu þær Hulda Ósk Jónsdóttir (2 mörk), Rut Matthíasdóttir Sandra María Jessen og Karen María Sigurgeirsdóttir. Halla Marinósdóttir minnkaði muninn fyrir FH. Sandra María klikkaði líka á víti í leiknum.Stjarnan og Breiðablik gerðu síðan 4-4 jafntefli í síðasta leik dagsins þar sem Stjörnukonur voru 3-0 yfir í hálfleik. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna og þær Lára Kristín Pedersen og Agla María Albertsdóttir eitt mark hvor. Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Antonsdóttir, Guðrún Gyða Haralz og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira