Glamour

Eftirminnilegustu Grammy dressin

Ritstjórn skrifar
Myndir/AFP
Rauða dreglinum verður svo sannarlega rúllað út í tilefni af uppskeruhátíð tónlistarheimsins vestanhafs í kvöld/nótt, eða Grammy verðlaunin. 

Það verður eflaust mikið um dýrðir en drottningin sjálf, Beyonce mun koma fram í fyrsta sinn síðan hún tilkynnti óléttuna með pompi og pragt. Hún er tilnefnd til flestra verðlauna en mun etja kappi við Adele og Íslandsvinurinn Justin Bieber sem bæði voru með áberandi plötur á síðasta ári. 

Stjörnurnar hafa í gegnum tíðina verið óhræddar við að fara óhefðbundar leiðir í fatavali á Grammy verðlaunahátíðinni. Hver man ekki eftir risakjólnum hennar Rihönnu, flegnasta kjól sem sést hefur hjá J-Lo og doppótt jakkaföt Prince.

Glamour ákvað að rifja upp brot af því besta frá rauða dreglinum á Grammy verðlaunahátíðinni í gegnum tíðina og bíðum um leið spenntar eftir kvöldinu. 

Yoko Ono og John Lennon árið 1975.
Lionel Richie og Olivia Newton John árið 1983.
Cindi Lauper árið 1984.
Prince árið 1988.
Madonna árið 1999.
Jennifer Lopez, eða J-LO eins og hún var kölluð árið 2000.
Lady Gaga árið 2010.
Rihanna árið 2015.

Tengdar fréttir






×