Landlæknir telur heilbrigðiskerfið verulega brotakennt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2017 17:29 Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að sérfræðimönnun landspítalans sé ábótavant. Fjarað hafi undan háskólasjúkrahúsinu, en þegar svo sé, er allt heilbrigðiskerfið í vandræðum. Þetta kom fram í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Mikill hluti sem fór á síðasta ári, og hefur farið í heilbrigðismálin, hefur farið í launahækkanir,“ segir Birgir, sem segir að þó þörf hafi verið á því, þá sé það ekki að sjá að fjármagn hafi farið í aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. Spurður út í hverju uppbygging á meðferðarkjarna á spítalanum muni breyta, segir Birgir að það muni breyta að verulegu leiti vinnuumhverfi fólks og forða þeim þrengslum sem nú eru uppi á spítalanum. „Það mun ekki leysa öll vandamál, þú verður fyrst og fremst að huga að verkferlum innan spítalans, hvernig fólk er að vinna saman,“ segir Birgir, sem tekur fram að slíkir verkferlar breytist ekki í nýju húsnæði. Hann segist ekki geta svarað því hvort að rúmafjöldi muni aukast í nýjum meðferðarkjarna, en fjöldi einstaklingsherbergja muni vafalaust aukast. Spurður hvort íslendingar séu að rekja gott heilbrigðiskerfi, hvað varðar þessa verkferla, segir Birgir að margt gott sé í íslenskri heilbrigðisþjónustu. „Það er styrkleiki okkar að við erum með mjög hæft fólk, en ég held hins vegar að kerfið er eins og ég kalla það, verulega brotakennt, það er ekki að vinna nægilega vel saman og úr því verður að bæta,“ segir Birgir sem segir að röng leið hafi verið farin, þar sem fjarað hafi undan háskólasjúkrahúsinu. „Í öllum heilbrigðiskerfum sem ég þekki til, er háskólasjúkrahúsið grunnstoðin, og ef hún riðar til falls, þá er allt heilbrigðiskerfið í vandræðum.“Sérfræðikunnáttan á landspítalanum lokkuð út í önnur vinnuformSpurður hvernig og hvers vegna sá hluti starfseminnar hafi veikst á undanförnum árum segir Birgir að sér finnist eins og tilhneigingin hafi verið sú að sérfræðikunnáttan á landspítalanum hafi verið lokkuð út í önnur vinnuform. „Fimmtíu til sextíu prósent af sérfræðingum landspítalans eru þar í hlutastarfi, en það þýðir það að viðvera þeirra er ekki eins og hún á að vera á landspítalanum.“ „Þetta finnst mér eitt af aðalvandamálum spítalans, þssi hæfni til að taka ákvarðanir, ekki bara einu sinni á dag, heldur allan daginn og allar helgar líka og til þess nægir ekki sérfræðimönnun landspítalans eins og hún er í dag.“ Birgir segir að reynsla fjölmargra landa sýni að þeir taka því ekki jafn mikinn þátt í starfi spítalans.Vantar reglur um aukastörf læknaSpurður hvort sér finnist að það eigi að vera skilyrði að hluti lækna vinni eingöngu á spítalanum segir Birgir að það vanti reglur um aukastörf þeirra, en það sé þannig í nágrannalöndum okkar. „Ég hef talað við fólk í Svíþjóð og í Noregi, og þeir sögðu að okkar læknar fá ekki að vinna neinsstaðar annarsstaðar en á spítalanum,“ segir Birgir. Birgir segir að þróunin hér á landi hafi verið að gerast í áratugi, þetta sé ekkert nýtt. Á sama tíma og Svíar, Norðmenn og Danir hafi reynt nýjar lausnir, hafi Íslendingar ekki gert neitt. „Ég var að vinna sem sérfræðingur árið 1988, og nú er nákvæmlega sama kerfi. Við erum með fjárlög á opinbera þjónustu, við erum með mjög hvetjandi greiðslukerfi í einkaþjónustunni, þetta veldur ójafnvægi í heilbrigðisþjónustunni og grefur undan opinberri þjónustu," segir Birgir sem bendir á að kerfið hafi verið mjög stjórnlítið. Greiðslukerfin stýri mjög hvernig heilbrigðiskerfið þróast.Fólkið kýs önnur störfBirgir segir ástæður þess aða læknar starfi utan spítalans, hljóti greinilega að vera launamál fyrir suma lækna að vinna að hluta utan spítalans. Það geti líka verið spurning um vinnuálag sem sé á spítalanum, en það sé of þungt og verði ekki létt nema með fleira fólki. Að sögn Birgis sýna þau gögn sem hann hefur yfir að ráða, að fjöldi sérfræðinga á Íslandi í heilbrigðisþjónustu er meiri heldur en á hinum norðurlöndunum og því eigi það ekki að vera vandamálið. „Vandamálið er að fólkið kýs önnur störf, sérstaklega hjúkrunarfræðingar eins og við lesum um í blöðum nánast daglega.“ Víglínan Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að sérfræðimönnun landspítalans sé ábótavant. Fjarað hafi undan háskólasjúkrahúsinu, en þegar svo sé, er allt heilbrigðiskerfið í vandræðum. Þetta kom fram í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Mikill hluti sem fór á síðasta ári, og hefur farið í heilbrigðismálin, hefur farið í launahækkanir,“ segir Birgir, sem segir að þó þörf hafi verið á því, þá sé það ekki að sjá að fjármagn hafi farið í aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. Spurður út í hverju uppbygging á meðferðarkjarna á spítalanum muni breyta, segir Birgir að það muni breyta að verulegu leiti vinnuumhverfi fólks og forða þeim þrengslum sem nú eru uppi á spítalanum. „Það mun ekki leysa öll vandamál, þú verður fyrst og fremst að huga að verkferlum innan spítalans, hvernig fólk er að vinna saman,“ segir Birgir, sem tekur fram að slíkir verkferlar breytist ekki í nýju húsnæði. Hann segist ekki geta svarað því hvort að rúmafjöldi muni aukast í nýjum meðferðarkjarna, en fjöldi einstaklingsherbergja muni vafalaust aukast. Spurður hvort íslendingar séu að rekja gott heilbrigðiskerfi, hvað varðar þessa verkferla, segir Birgir að margt gott sé í íslenskri heilbrigðisþjónustu. „Það er styrkleiki okkar að við erum með mjög hæft fólk, en ég held hins vegar að kerfið er eins og ég kalla það, verulega brotakennt, það er ekki að vinna nægilega vel saman og úr því verður að bæta,“ segir Birgir sem segir að röng leið hafi verið farin, þar sem fjarað hafi undan háskólasjúkrahúsinu. „Í öllum heilbrigðiskerfum sem ég þekki til, er háskólasjúkrahúsið grunnstoðin, og ef hún riðar til falls, þá er allt heilbrigðiskerfið í vandræðum.“Sérfræðikunnáttan á landspítalanum lokkuð út í önnur vinnuformSpurður hvernig og hvers vegna sá hluti starfseminnar hafi veikst á undanförnum árum segir Birgir að sér finnist eins og tilhneigingin hafi verið sú að sérfræðikunnáttan á landspítalanum hafi verið lokkuð út í önnur vinnuform. „Fimmtíu til sextíu prósent af sérfræðingum landspítalans eru þar í hlutastarfi, en það þýðir það að viðvera þeirra er ekki eins og hún á að vera á landspítalanum.“ „Þetta finnst mér eitt af aðalvandamálum spítalans, þssi hæfni til að taka ákvarðanir, ekki bara einu sinni á dag, heldur allan daginn og allar helgar líka og til þess nægir ekki sérfræðimönnun landspítalans eins og hún er í dag.“ Birgir segir að reynsla fjölmargra landa sýni að þeir taka því ekki jafn mikinn þátt í starfi spítalans.Vantar reglur um aukastörf læknaSpurður hvort sér finnist að það eigi að vera skilyrði að hluti lækna vinni eingöngu á spítalanum segir Birgir að það vanti reglur um aukastörf þeirra, en það sé þannig í nágrannalöndum okkar. „Ég hef talað við fólk í Svíþjóð og í Noregi, og þeir sögðu að okkar læknar fá ekki að vinna neinsstaðar annarsstaðar en á spítalanum,“ segir Birgir. Birgir segir að þróunin hér á landi hafi verið að gerast í áratugi, þetta sé ekkert nýtt. Á sama tíma og Svíar, Norðmenn og Danir hafi reynt nýjar lausnir, hafi Íslendingar ekki gert neitt. „Ég var að vinna sem sérfræðingur árið 1988, og nú er nákvæmlega sama kerfi. Við erum með fjárlög á opinbera þjónustu, við erum með mjög hvetjandi greiðslukerfi í einkaþjónustunni, þetta veldur ójafnvægi í heilbrigðisþjónustunni og grefur undan opinberri þjónustu," segir Birgir sem bendir á að kerfið hafi verið mjög stjórnlítið. Greiðslukerfin stýri mjög hvernig heilbrigðiskerfið þróast.Fólkið kýs önnur störfBirgir segir ástæður þess aða læknar starfi utan spítalans, hljóti greinilega að vera launamál fyrir suma lækna að vinna að hluta utan spítalans. Það geti líka verið spurning um vinnuálag sem sé á spítalanum, en það sé of þungt og verði ekki létt nema með fleira fólki. Að sögn Birgis sýna þau gögn sem hann hefur yfir að ráða, að fjöldi sérfræðinga á Íslandi í heilbrigðisþjónustu er meiri heldur en á hinum norðurlöndunum og því eigi það ekki að vera vandamálið. „Vandamálið er að fólkið kýs önnur störf, sérstaklega hjúkrunarfræðingar eins og við lesum um í blöðum nánast daglega.“
Víglínan Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira