Íslenski boltinn

Guðni: Sýnist að staðan sé góð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðni Bergsson, annar frambjóðanda til formannsembættis KSÍ, segir að slagurinn um embættið hafi að mestu leyti farið vel fram.

Vísir hitti á hann fyrir utan Höllina í Vestmannayejum í dag en þar mun ársþing KSÍ fara fram í dag.

Sjá einnig: Í beinni: Ársþing KSÍ | Úrslitin ráðast í formannskjöri KSÍ

„Það er gott að vera kominn loksins á ársþingið. Það er búið að hringja mikið og tala við mikið af fólki. Þetta er eins og að vera mættur í leik - það ríkir ákveðin spenna og tilhlökkun. Mér líst bara vel á þetta,“ sagði Guðni.

Hann segir að formannslagurinn hafi ekki endilega verið harður. „Harður og ekki harður. Þetta var frekar snörp viðureign og auðvitað tókust menn á. Þetta var að mestu leyti málefnalegt - ekki alltaf - en að mestu leyti.“

Fyrirfram er reiknað með því að staða þeirra sé fremur jöfn. „Það er ómögulegt að lesa í þetta. Mér sýnist að staðan sé góð en þetta getur sveiflast fram og til baka. Mér sýnst að það sé mjótt á munum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×