Dagur íslenska táknmálsins, þú hefur það í höndum þér Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 10. febrúar 2017 00:00 Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn nú í fimmta sinn þann 11. febrúar 2017. Í augum margra málhafa í íslensku táknmáli er þetta stór dagur, það tók margra ára baráttu að fá íslenska táknmálið viðurkennt. Elstu málhafar og margir segja að þegar Alþingi samþykkti frumvarpið um lög um íslenska tungu og íslenska táknmálið var eins og þungu fargi af þeim létt, loksins voru þau og tungumálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál tók til starfa haustið 2011 eftir skipan mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er meðal annars hlutverk málnefndar að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málstýringu og málstefnu íslenska táknmálsins ásamt því að stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi. Málnefndin lagði til að íslenska táknmálið fengi sinn dag líkt og íslenska tungan sem er 16.nóvember ár hvert. Samþykkt var að dagur íslenska táknmálsins yrði á stofndegi Félags heyrnarlausra sem er 11. febrúar. Fyrstu starfsárin hjá málnefndinni samþykkti nefndin að þau verkefni sem tilheyrðu máltökustýringu og viðhorfastýringu væru í forgangi. Viðhorf til tungumála geta haft áhrif á viðgang þeirra og máltileinkun (Burns o.fl. 2001) og með það í huga ákvað nefndin að þemað á degi íslenska táknmálsins 2017 yrði viðhorf. Mikilvægt er að huga að viðhorfi til íslenska táknmálsins, í skýrslum málnefndar 2013 og 2014 má sjá að viðhorfastýring ásamt máltökustýringu sé mjög mikilvægt til að efla og hlúa að íslensku táknmáli á Íslandi. Dagur íslenska táknmálsins er því okkur mikilvægur til að vekja athygli þjóðfélagsins á íslensku táknmáli ásamt umræðu um tungumálið og gera það sýnilegra til vitundarvakningar og bæta viðhorfið gagnvart íslenska táknmálinu. Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Allir eru velkomnir til að njóta íslenska táknmálsins á hvíta tjaldinu. Starfsmenn og stjórn félagsins hafa lagt hendur á plóg við að vinna að myndefni sem tengist íslensku táknmáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn nú í fimmta sinn þann 11. febrúar 2017. Í augum margra málhafa í íslensku táknmáli er þetta stór dagur, það tók margra ára baráttu að fá íslenska táknmálið viðurkennt. Elstu málhafar og margir segja að þegar Alþingi samþykkti frumvarpið um lög um íslenska tungu og íslenska táknmálið var eins og þungu fargi af þeim létt, loksins voru þau og tungumálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál tók til starfa haustið 2011 eftir skipan mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er meðal annars hlutverk málnefndar að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málstýringu og málstefnu íslenska táknmálsins ásamt því að stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi. Málnefndin lagði til að íslenska táknmálið fengi sinn dag líkt og íslenska tungan sem er 16.nóvember ár hvert. Samþykkt var að dagur íslenska táknmálsins yrði á stofndegi Félags heyrnarlausra sem er 11. febrúar. Fyrstu starfsárin hjá málnefndinni samþykkti nefndin að þau verkefni sem tilheyrðu máltökustýringu og viðhorfastýringu væru í forgangi. Viðhorf til tungumála geta haft áhrif á viðgang þeirra og máltileinkun (Burns o.fl. 2001) og með það í huga ákvað nefndin að þemað á degi íslenska táknmálsins 2017 yrði viðhorf. Mikilvægt er að huga að viðhorfi til íslenska táknmálsins, í skýrslum málnefndar 2013 og 2014 má sjá að viðhorfastýring ásamt máltökustýringu sé mjög mikilvægt til að efla og hlúa að íslensku táknmáli á Íslandi. Dagur íslenska táknmálsins er því okkur mikilvægur til að vekja athygli þjóðfélagsins á íslensku táknmáli ásamt umræðu um tungumálið og gera það sýnilegra til vitundarvakningar og bæta viðhorfið gagnvart íslenska táknmálinu. Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Allir eru velkomnir til að njóta íslenska táknmálsins á hvíta tjaldinu. Starfsmenn og stjórn félagsins hafa lagt hendur á plóg við að vinna að myndefni sem tengist íslensku táknmáli.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun