Dagur íslenska táknmálsins, þú hefur það í höndum þér Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 10. febrúar 2017 00:00 Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn nú í fimmta sinn þann 11. febrúar 2017. Í augum margra málhafa í íslensku táknmáli er þetta stór dagur, það tók margra ára baráttu að fá íslenska táknmálið viðurkennt. Elstu málhafar og margir segja að þegar Alþingi samþykkti frumvarpið um lög um íslenska tungu og íslenska táknmálið var eins og þungu fargi af þeim létt, loksins voru þau og tungumálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál tók til starfa haustið 2011 eftir skipan mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er meðal annars hlutverk málnefndar að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málstýringu og málstefnu íslenska táknmálsins ásamt því að stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi. Málnefndin lagði til að íslenska táknmálið fengi sinn dag líkt og íslenska tungan sem er 16.nóvember ár hvert. Samþykkt var að dagur íslenska táknmálsins yrði á stofndegi Félags heyrnarlausra sem er 11. febrúar. Fyrstu starfsárin hjá málnefndinni samþykkti nefndin að þau verkefni sem tilheyrðu máltökustýringu og viðhorfastýringu væru í forgangi. Viðhorf til tungumála geta haft áhrif á viðgang þeirra og máltileinkun (Burns o.fl. 2001) og með það í huga ákvað nefndin að þemað á degi íslenska táknmálsins 2017 yrði viðhorf. Mikilvægt er að huga að viðhorfi til íslenska táknmálsins, í skýrslum málnefndar 2013 og 2014 má sjá að viðhorfastýring ásamt máltökustýringu sé mjög mikilvægt til að efla og hlúa að íslensku táknmáli á Íslandi. Dagur íslenska táknmálsins er því okkur mikilvægur til að vekja athygli þjóðfélagsins á íslensku táknmáli ásamt umræðu um tungumálið og gera það sýnilegra til vitundarvakningar og bæta viðhorfið gagnvart íslenska táknmálinu. Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Allir eru velkomnir til að njóta íslenska táknmálsins á hvíta tjaldinu. Starfsmenn og stjórn félagsins hafa lagt hendur á plóg við að vinna að myndefni sem tengist íslensku táknmáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn nú í fimmta sinn þann 11. febrúar 2017. Í augum margra málhafa í íslensku táknmáli er þetta stór dagur, það tók margra ára baráttu að fá íslenska táknmálið viðurkennt. Elstu málhafar og margir segja að þegar Alþingi samþykkti frumvarpið um lög um íslenska tungu og íslenska táknmálið var eins og þungu fargi af þeim létt, loksins voru þau og tungumálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál tók til starfa haustið 2011 eftir skipan mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er meðal annars hlutverk málnefndar að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málstýringu og málstefnu íslenska táknmálsins ásamt því að stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi. Málnefndin lagði til að íslenska táknmálið fengi sinn dag líkt og íslenska tungan sem er 16.nóvember ár hvert. Samþykkt var að dagur íslenska táknmálsins yrði á stofndegi Félags heyrnarlausra sem er 11. febrúar. Fyrstu starfsárin hjá málnefndinni samþykkti nefndin að þau verkefni sem tilheyrðu máltökustýringu og viðhorfastýringu væru í forgangi. Viðhorf til tungumála geta haft áhrif á viðgang þeirra og máltileinkun (Burns o.fl. 2001) og með það í huga ákvað nefndin að þemað á degi íslenska táknmálsins 2017 yrði viðhorf. Mikilvægt er að huga að viðhorfi til íslenska táknmálsins, í skýrslum málnefndar 2013 og 2014 má sjá að viðhorfastýring ásamt máltökustýringu sé mjög mikilvægt til að efla og hlúa að íslensku táknmáli á Íslandi. Dagur íslenska táknmálsins er því okkur mikilvægur til að vekja athygli þjóðfélagsins á íslensku táknmáli ásamt umræðu um tungumálið og gera það sýnilegra til vitundarvakningar og bæta viðhorfið gagnvart íslenska táknmálinu. Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Allir eru velkomnir til að njóta íslenska táknmálsins á hvíta tjaldinu. Starfsmenn og stjórn félagsins hafa lagt hendur á plóg við að vinna að myndefni sem tengist íslensku táknmáli.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun