Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Snærós Sindradóttir skrifar 28. febrúar 2017 17:18 Skipverjinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/anton brink Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira