„Varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 14:30 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. vísir/anton brink Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent