Stokkar upp í ráðuneyti fyrir ferðamál 27. febrúar 2017 06:00 Helga Árnadóttir ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira