Tölum saman Pálmar Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2017 00:00 Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu var að byrja að tala við ókunnuga. Frá því að ég var 17 ára hef ég meðvitað talað við þúsundir ókunnugra. Það líður í raun ekki sá dagur að ég tali ekki við ókunnuga manneskju. Ég tala við ókunnuga í sundlaugum, biðröðum, ræktinni og verslunum. Ég geng jafnvel svo langt að tala við ókunnuga á miðri bíómynd. Ég: Hey, hvernig finnst þér myndin? Hún: Uhh... fín? Síðasta dæmið er að sjálfsögðu grín, við viljum aldrei vera uppáþrengjandi. Ákvörðunin hefur veitt mér ómetanlega reynslu og gert líf mitt skemmtilegra. Um leið hefur hún vonandi lífgað upp á daginn hjá þeim sem ég rekst á. Flestum þykir nefnilega gaman að ræða saman. Við getum gefið fólki margt. Glatt eldra fólkið sem við hittum í sundi og fólkið sem situr eitt í skólanum. Við getum líka lífgað upp á daginn hjá þeim þúsundum sem starfa í þjónustustörfum. Úti í sjoppu getur dugað að spyrja um pylsu og vatnsglas. En það getur líka verið gaman að spyrja um pylsu, vatnsglas og hvernig manneskjan hafi það. Við kennum börnum að tala ekki við ókunnuga og það er góð og gild ástæða fyrir því. En þegar við verðum eldri getur verið gott að snúa hugarfarinu við og einmitt leggja áherslu á að tala við ókunnuga. Það er aldrei að vita nema einhver hluti af þessu fólki sem við rekumst á þurfi virkilega mikið á brosi og samræðum að halda. Munið bara gullnu regluna. Ef fólk langar ekki að spjalla þá ber að stöðva samstundis. Það er stór munur á samræðum og einræðum. Svo mega þeir sem ætla að vera óviðeigandi vera heima hjá sér. Gefum af okkur, brosum og spjöllum. Við erum nefnilega öll ókunnug þar til við tölum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun
Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu var að byrja að tala við ókunnuga. Frá því að ég var 17 ára hef ég meðvitað talað við þúsundir ókunnugra. Það líður í raun ekki sá dagur að ég tali ekki við ókunnuga manneskju. Ég tala við ókunnuga í sundlaugum, biðröðum, ræktinni og verslunum. Ég geng jafnvel svo langt að tala við ókunnuga á miðri bíómynd. Ég: Hey, hvernig finnst þér myndin? Hún: Uhh... fín? Síðasta dæmið er að sjálfsögðu grín, við viljum aldrei vera uppáþrengjandi. Ákvörðunin hefur veitt mér ómetanlega reynslu og gert líf mitt skemmtilegra. Um leið hefur hún vonandi lífgað upp á daginn hjá þeim sem ég rekst á. Flestum þykir nefnilega gaman að ræða saman. Við getum gefið fólki margt. Glatt eldra fólkið sem við hittum í sundi og fólkið sem situr eitt í skólanum. Við getum líka lífgað upp á daginn hjá þeim þúsundum sem starfa í þjónustustörfum. Úti í sjoppu getur dugað að spyrja um pylsu og vatnsglas. En það getur líka verið gaman að spyrja um pylsu, vatnsglas og hvernig manneskjan hafi það. Við kennum börnum að tala ekki við ókunnuga og það er góð og gild ástæða fyrir því. En þegar við verðum eldri getur verið gott að snúa hugarfarinu við og einmitt leggja áherslu á að tala við ókunnuga. Það er aldrei að vita nema einhver hluti af þessu fólki sem við rekumst á þurfi virkilega mikið á brosi og samræðum að halda. Munið bara gullnu regluna. Ef fólk langar ekki að spjalla þá ber að stöðva samstundis. Það er stór munur á samræðum og einræðum. Svo mega þeir sem ætla að vera óviðeigandi vera heima hjá sér. Gefum af okkur, brosum og spjöllum. Við erum nefnilega öll ókunnug þar til við tölum saman.