Butler og Wade frábærir í sigri á Cavaliers Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 11:00 Wade var einu frákasti frá þrefaldri tvennu í nótt. Vísir/Getty Jimmy Butler og Dwyane Wade áttu báðir frábæra leiki í öruggum 117-99 sigri Chicago Bulls á LeBron James-lausum Cleveland Cavaliers mönnum í Cleveland í gær en Wade var aðeins einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu eins og Butler. LeBron gat ekki tekið þátt í leiknum vegna veikinda og saknaði Cleveland því tveggja stórstjarna í leiknum en Kevin Love er enn frá vegna meiðsla. Jafnræði var með liðunum framan af og var Cleveland með eins stiga forskot í hálfleik en gestirnir frá Chicago komu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðu um tíma tuttugu stiga forskoti í öruggum sigri. Butler var með þrefalda tvennu með 18 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar en Wade var með 20 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar í leiknum. Í liði Cleveland var það Kyrie Irving sem var atkvæðamestur í fjarveru James og Love með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Í Houston heldu heimamenn áfram að einfaldlega byggja á þeirri hugmyndafræði að skora meira en gestirnir en þrátt fyrir að fá á sig 130 stig á heimavelli unnu Rockets menn tólf stiga sigur á Minnesota Timberwolves 142-130. Houston leiddi allt frá fyrstu mínútu og náði þegar mest var tuttugu stiga forskoti en tröllatvenna Karl-Anthony Towns með 37 stig og 22 fráköst hélt Úlfunum frá því að fá rassskellingu. Í New York setti Carmelo Anthony niður sigurkörfuna þegar þrjú sekúndubrot voru eftir í sigri Knicks á Philadelphia 76ers. Knicks léku án Kristaps Porziņģis í nótt og þurfti Carmelo því að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Var hann með 37 stig í leiknum og hitti úr 15/25 skotum sínum ásamt því að setja niður fimm af sjö vítaskotum sínum. Þá töpuðu Pelíkanarnir frá New Orleans öðrum leik sínum í röð með vandræðagemsann DeMarcus Cousins innanborðs gegn Dallas Mavericks í nótt en Cousins hafði hægt um sig í leiknum með 12 stig og 15 fráköst.Úrslit kvöldsins: Sacramento Kings 85-99 Charlotte Hornets Orlando Magic 105-86 Atlanta Hawks New York Knicks 110-109 Philadelphia 76ers Miami Heat 113-95 Indiana Pacers Dallas Mavericks 96-83 New Orleans Pelicans Cleveland Cavaliers 99-117 Chicago Bulls Houston Rockets 142-130 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 112-95 Brooklyn NetsBestu tilþrifin: Einvígi Harden og Towns í Houston: Anthony reyndist drjúgur á lokasprettinum: NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Jimmy Butler og Dwyane Wade áttu báðir frábæra leiki í öruggum 117-99 sigri Chicago Bulls á LeBron James-lausum Cleveland Cavaliers mönnum í Cleveland í gær en Wade var aðeins einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu eins og Butler. LeBron gat ekki tekið þátt í leiknum vegna veikinda og saknaði Cleveland því tveggja stórstjarna í leiknum en Kevin Love er enn frá vegna meiðsla. Jafnræði var með liðunum framan af og var Cleveland með eins stiga forskot í hálfleik en gestirnir frá Chicago komu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðu um tíma tuttugu stiga forskoti í öruggum sigri. Butler var með þrefalda tvennu með 18 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar en Wade var með 20 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar í leiknum. Í liði Cleveland var það Kyrie Irving sem var atkvæðamestur í fjarveru James og Love með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Í Houston heldu heimamenn áfram að einfaldlega byggja á þeirri hugmyndafræði að skora meira en gestirnir en þrátt fyrir að fá á sig 130 stig á heimavelli unnu Rockets menn tólf stiga sigur á Minnesota Timberwolves 142-130. Houston leiddi allt frá fyrstu mínútu og náði þegar mest var tuttugu stiga forskoti en tröllatvenna Karl-Anthony Towns með 37 stig og 22 fráköst hélt Úlfunum frá því að fá rassskellingu. Í New York setti Carmelo Anthony niður sigurkörfuna þegar þrjú sekúndubrot voru eftir í sigri Knicks á Philadelphia 76ers. Knicks léku án Kristaps Porziņģis í nótt og þurfti Carmelo því að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Var hann með 37 stig í leiknum og hitti úr 15/25 skotum sínum ásamt því að setja niður fimm af sjö vítaskotum sínum. Þá töpuðu Pelíkanarnir frá New Orleans öðrum leik sínum í röð með vandræðagemsann DeMarcus Cousins innanborðs gegn Dallas Mavericks í nótt en Cousins hafði hægt um sig í leiknum með 12 stig og 15 fráköst.Úrslit kvöldsins: Sacramento Kings 85-99 Charlotte Hornets Orlando Magic 105-86 Atlanta Hawks New York Knicks 110-109 Philadelphia 76ers Miami Heat 113-95 Indiana Pacers Dallas Mavericks 96-83 New Orleans Pelicans Cleveland Cavaliers 99-117 Chicago Bulls Houston Rockets 142-130 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 112-95 Brooklyn NetsBestu tilþrifin: Einvígi Harden og Towns í Houston: Anthony reyndist drjúgur á lokasprettinum:
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira