Peningaplokkandi tölvuleikir Þórlindur Kjartansson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Öðru hverju sjást í fjölmiðlum frásagnir foreldra sem segja farir sínar ekki sléttar eftir að börnin þeirra hafa eytt tugum eða hundruðum þúsunda í einhvers konar tölvuleikjaspil. Sögurnar eru yfirleitt svipaðar. Foreldrar eða börn hafa hlaðið niður tölvuleik á síma eða tölvu. Leikurinn sjálfur er gjarnan ókeypis eða ódýr og fljótlega er einhver á heimilinu kominn á bólakaf í að spila. Færnin í leiknum eykst hröðum skrefum og stigin hrannast upp. Leikmaðurinn klifrar hratt upp alþjóðlega virðingarstiga í leiknum og er jafnvel kominn í samskipti við alls konar fólk um heim allan. En sá böggull fylgir skammrifi að til þess að vera samkeppnishæfur til lengdar þá þarf leikmaðurinn að kaupa alls kyns viðbætur við leikinn eða hugsanlega að borga aukalega fyrir að geta spilað lengur. Um þetta snýst viðskiptaáætlun framleiðandans; að gefa eða selja ódýrt til sem flestra til þess að geta fundið þá örfáu sem tilbúnir eru til þess að borga miklu meira til þess að auka ánægju sína af leiknum. Yfirleitt eru upphæðirnar lágar í hvert skipti; kannski nokkrir hundraðkallar til þess að kaupa nýjan leikmann eða komast inn á nýtt „level“. En margt smátt verður eitt stórt og eftir nokkrar vikur eða mánuði taka foreldrarnir eftir því að búið er að eyða svimandi upphæðum til viðbótar í leiki sem ýmist voru gefnir frítt í upphafi eða kostuðu sáralítið.KynningartilboðViðskiptahættir af sama meiði eru vel þekktir. Áskriftardagblöð og fjölmiðlar eiga það til að senda fólki ókeypis eintök eða opna dagskrána og bjóða jafnvel upp á hin rausnarlegustu kynningartilboð fyrir nýja áskrifendur í þeirri von að þeim líki varan (eða málflutningurinn) svo vel að þeir séu tilbúnir til þess að greiða fullt áskriftarverð síðar. Ekkert óheiðarlegt eða óeðlilegt er við þessa viðskiptahætti. Það mætti jafnvel frekar kalla þetta fyrirtaksþjónustu heldur en ágenga sölumennsku. Sumir taka þetta skrefinu lengra. Rakvélaframleiðandinn Gillette er frægur fyrir að selja sköftin hræódýrt en moka svo inn peningum þegar notendur kaupa ný rakvélablöð, sama má segja um þá sem framleiða tölvuprentara; þeir eru seldir býsna ódýrt en svo kostar arm og legg að fylla á blekið. Flestum finnst þessir viðskiptahættir pirrandi, en þeir eru ekki í eðli sínu óheiðarlegir.Fyrsti skammturinn frírEn þó eru miklar og varasamar undantekningar á þessu. Þegar dópsalar gefa „fyrsta skammtinn“ þá er það sannarlega ekki gert í þeim tilgangi að gefa kúnnanum tækifæri til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji halda viðskiptunum áfram. Þar er tilgangurinn sá að veiða í fórnarlamb í net óbrjótandi fíknar. Svona viðskiptahættir tíðkast einnig hjá þeim sem standa að fjárhættuspili. Spilavíti beita alls kyns aðferðum til þess að ginna fólk inn, meðal annars með því að bjóða upp á ókeypis áfengi, ódýra hótelgistingu og ýmiss konar annan munað. Leikirnir í spilavítinu eru svo hannaðir til þess að gera fólk háð spennunni og æsingnum. Ef í ljós kemur að hinn nýi viðskiptavinur á erfitt með að hemja sig við spilaborðið þá hafa spilavítin ráð undir rifi hverju til þess að rýja hann inn að skinni áður en honum er kastað öfugum og snauðum aftur út á gangstétt.Fórnarlömb eða viðskiptavinirÞví miður ástundar stór hluti tölvuleikjaiðnaðarins svipuð vinnubrögð og siðferði og þekkist hjá dópsölum og harðsvíruðum fjárhættuspiladólgum. Leikirnir sem líta út fyrir að vera sakleysisleg afþreying eru beinlínis hannaðir til þess að nýta veikleika fólks og brjóta niður mótstöðuþrek þess gegn ágengu peningaplokki eða auglýsingaflóði. Leikirnir eru hannaðir út frá aðferðum, sem margir af færustu sálfræðingum heims taka þátt í að móta, og hafa þann tilgang að toga notandann sífellt dýpra ofan í gerviveröldina sem leikurinn býður upp á þangað til hann sést ekki fyrir í metnaði sínum eða týnir sér í sefjunarmætti leiksins og verður háður honum. Fólki á öllum aldri er hætt við að láta í minnipokann fyrir þessum sálfræðihernaði—og þegar það gerist þá er mikilvægt að skilja að við gætum átt við ofurefli að etja.Þægindi eða þrældómurEigendur snjallsíma og -tölva þekkja flestir að í þeim er varla friður fyrir sífelldum spurningum um hvort forritið megi senda tilkynningar í tíma og ótíma. Í ofanálag er stöðugt verið að bjóða upp á þau „þægindi“ að geta keypt alls kyns drasl með því að smella einu sinni á „OK“ takkann í stað þess að hamra inn lykilorð. Þetta hefur vitaskuld ekkert með þægindi að gera heldur er það aðferð til þess draga fólk oftar inn í forrit og leiki sem það hefði annars ekki notað; og til þess að draga úr allri fyrirstöðu við peningaeyðslu á netinu. Hvort sem tölvuleikir og smáforrit eru að stela af okkur tíma og peningum þá verður það ekki umflúið að ábyrgðin er okkar sjálfra. Þjófnaðurinn á sér stað með samþykki okkar. En þótt samþykki fyrir þjófnaðinum sé til staðar er hæpið að tala um að hann eigi sér stað með vitund okkar og vilja. Algleymi tölvunnar getur nefnilega rænt okkur hvoru tveggja—og í ofanálag er að verða til sífelld þróaðri hugbúnaður sem mælir leiðir til þess að finna veikustu blettina á hverjum einstökum notanda og nýta þá til peningaplokks og tímasóunar. Foreldrar barna sem lenda í þessum gildrum tölvuleikjanna ættu því ekki að reiðast þeim. Þetta er ójafn leikur sem hver sem er á hættu á því að tapa. En það er líklegt að það gildi sama um tölvuleikjafíkn og aðra fíkn; fyrsta skrefið í að vinna bug á henni er að gera sér grein fyrir henni og hugsanlega að úthýsa þeim freistingum—að minnsta kosti tímabundið—sem valda vandamálinu. Og þegar maður velur tölvuleiki til að spila þá gæti borgað sig að kaupa frekar vandaða leiki sem greiddir eru fyrirfram heldur en að fá fyrsta skammtinn frítt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Öðru hverju sjást í fjölmiðlum frásagnir foreldra sem segja farir sínar ekki sléttar eftir að börnin þeirra hafa eytt tugum eða hundruðum þúsunda í einhvers konar tölvuleikjaspil. Sögurnar eru yfirleitt svipaðar. Foreldrar eða börn hafa hlaðið niður tölvuleik á síma eða tölvu. Leikurinn sjálfur er gjarnan ókeypis eða ódýr og fljótlega er einhver á heimilinu kominn á bólakaf í að spila. Færnin í leiknum eykst hröðum skrefum og stigin hrannast upp. Leikmaðurinn klifrar hratt upp alþjóðlega virðingarstiga í leiknum og er jafnvel kominn í samskipti við alls konar fólk um heim allan. En sá böggull fylgir skammrifi að til þess að vera samkeppnishæfur til lengdar þá þarf leikmaðurinn að kaupa alls kyns viðbætur við leikinn eða hugsanlega að borga aukalega fyrir að geta spilað lengur. Um þetta snýst viðskiptaáætlun framleiðandans; að gefa eða selja ódýrt til sem flestra til þess að geta fundið þá örfáu sem tilbúnir eru til þess að borga miklu meira til þess að auka ánægju sína af leiknum. Yfirleitt eru upphæðirnar lágar í hvert skipti; kannski nokkrir hundraðkallar til þess að kaupa nýjan leikmann eða komast inn á nýtt „level“. En margt smátt verður eitt stórt og eftir nokkrar vikur eða mánuði taka foreldrarnir eftir því að búið er að eyða svimandi upphæðum til viðbótar í leiki sem ýmist voru gefnir frítt í upphafi eða kostuðu sáralítið.KynningartilboðViðskiptahættir af sama meiði eru vel þekktir. Áskriftardagblöð og fjölmiðlar eiga það til að senda fólki ókeypis eintök eða opna dagskrána og bjóða jafnvel upp á hin rausnarlegustu kynningartilboð fyrir nýja áskrifendur í þeirri von að þeim líki varan (eða málflutningurinn) svo vel að þeir séu tilbúnir til þess að greiða fullt áskriftarverð síðar. Ekkert óheiðarlegt eða óeðlilegt er við þessa viðskiptahætti. Það mætti jafnvel frekar kalla þetta fyrirtaksþjónustu heldur en ágenga sölumennsku. Sumir taka þetta skrefinu lengra. Rakvélaframleiðandinn Gillette er frægur fyrir að selja sköftin hræódýrt en moka svo inn peningum þegar notendur kaupa ný rakvélablöð, sama má segja um þá sem framleiða tölvuprentara; þeir eru seldir býsna ódýrt en svo kostar arm og legg að fylla á blekið. Flestum finnst þessir viðskiptahættir pirrandi, en þeir eru ekki í eðli sínu óheiðarlegir.Fyrsti skammturinn frírEn þó eru miklar og varasamar undantekningar á þessu. Þegar dópsalar gefa „fyrsta skammtinn“ þá er það sannarlega ekki gert í þeim tilgangi að gefa kúnnanum tækifæri til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji halda viðskiptunum áfram. Þar er tilgangurinn sá að veiða í fórnarlamb í net óbrjótandi fíknar. Svona viðskiptahættir tíðkast einnig hjá þeim sem standa að fjárhættuspili. Spilavíti beita alls kyns aðferðum til þess að ginna fólk inn, meðal annars með því að bjóða upp á ókeypis áfengi, ódýra hótelgistingu og ýmiss konar annan munað. Leikirnir í spilavítinu eru svo hannaðir til þess að gera fólk háð spennunni og æsingnum. Ef í ljós kemur að hinn nýi viðskiptavinur á erfitt með að hemja sig við spilaborðið þá hafa spilavítin ráð undir rifi hverju til þess að rýja hann inn að skinni áður en honum er kastað öfugum og snauðum aftur út á gangstétt.Fórnarlömb eða viðskiptavinirÞví miður ástundar stór hluti tölvuleikjaiðnaðarins svipuð vinnubrögð og siðferði og þekkist hjá dópsölum og harðsvíruðum fjárhættuspiladólgum. Leikirnir sem líta út fyrir að vera sakleysisleg afþreying eru beinlínis hannaðir til þess að nýta veikleika fólks og brjóta niður mótstöðuþrek þess gegn ágengu peningaplokki eða auglýsingaflóði. Leikirnir eru hannaðir út frá aðferðum, sem margir af færustu sálfræðingum heims taka þátt í að móta, og hafa þann tilgang að toga notandann sífellt dýpra ofan í gerviveröldina sem leikurinn býður upp á þangað til hann sést ekki fyrir í metnaði sínum eða týnir sér í sefjunarmætti leiksins og verður háður honum. Fólki á öllum aldri er hætt við að láta í minnipokann fyrir þessum sálfræðihernaði—og þegar það gerist þá er mikilvægt að skilja að við gætum átt við ofurefli að etja.Þægindi eða þrældómurEigendur snjallsíma og -tölva þekkja flestir að í þeim er varla friður fyrir sífelldum spurningum um hvort forritið megi senda tilkynningar í tíma og ótíma. Í ofanálag er stöðugt verið að bjóða upp á þau „þægindi“ að geta keypt alls kyns drasl með því að smella einu sinni á „OK“ takkann í stað þess að hamra inn lykilorð. Þetta hefur vitaskuld ekkert með þægindi að gera heldur er það aðferð til þess draga fólk oftar inn í forrit og leiki sem það hefði annars ekki notað; og til þess að draga úr allri fyrirstöðu við peningaeyðslu á netinu. Hvort sem tölvuleikir og smáforrit eru að stela af okkur tíma og peningum þá verður það ekki umflúið að ábyrgðin er okkar sjálfra. Þjófnaðurinn á sér stað með samþykki okkar. En þótt samþykki fyrir þjófnaðinum sé til staðar er hæpið að tala um að hann eigi sér stað með vitund okkar og vilja. Algleymi tölvunnar getur nefnilega rænt okkur hvoru tveggja—og í ofanálag er að verða til sífelld þróaðri hugbúnaður sem mælir leiðir til þess að finna veikustu blettina á hverjum einstökum notanda og nýta þá til peningaplokks og tímasóunar. Foreldrar barna sem lenda í þessum gildrum tölvuleikjanna ættu því ekki að reiðast þeim. Þetta er ójafn leikur sem hver sem er á hættu á því að tapa. En það er líklegt að það gildi sama um tölvuleikjafíkn og aðra fíkn; fyrsta skrefið í að vinna bug á henni er að gera sér grein fyrir henni og hugsanlega að úthýsa þeim freistingum—að minnsta kosti tímabundið—sem valda vandamálinu. Og þegar maður velur tölvuleiki til að spila þá gæti borgað sig að kaupa frekar vandaða leiki sem greiddir eru fyrirfram heldur en að fá fyrsta skammtinn frítt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun