Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA yfirvöld Norður-Kóreu virðast vera reið nágrönnum sínum í norðri og helsta bandaríki, Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning á kolum frá Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna og kjarnorkuvopnaáætlunar einræðisríkis Kim Jong Un. Opinber fréttaveita Norður-Kóreu, KCNA, nefnir Kína ekki á nafn en segir „nágrannaríki“ sitt vera leiksopp Bandaríkjanna og hafa gert lítið úr árangri Norður-Kóreu varðandi kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.Til marks um yfirburði Í grein sem ber heitið: „Kvikindsleg hegðun nágrannaríkis“ segir að Norður-Kórea hafi nýverið sýnt fram á gífurlega framþróun ríkisins og að alþjóðasamfélagið viðurkenni nú getu Norður-Kóreu til að gera kjarnorkuvopnaárásir.Upplýsingar um síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsÞá séu fjölmiðlar heimsins sammála um að tilraunaskot þann 12. febrúar sé til marks um yfirburði Norður-Kóreu og að ómögulegt sé að greina eldflaugaskot ríkisins og að koma í veg fyrir þau. Þá segir í greininni að nágrannaríki sem haldi því oft fram að þeir séu góðir grannar, hafi gert lítið úr mikilvægi tilraunaskotsins sem „kjarnorkutækni í byrjendaskrefum“. Þar að auki hafi nágrannarnir tekið þau „miskunarlausu skref“ að loka alfarið á viðskipti ríkjanna á milli þvert gegn alþjóðalögum og vísað er til reglugerða Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Kína segjast ekki ætla að kaupa kol af Norður-Kóreu út þetta ár. Þetta var tilkynnt á laugardaginn, um viku eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Ríkisstjórn Donald Trump, og hann sjálfur, hefur gagnrýnt Kína fyrir að aðhafast ekki nóg til að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.China has been taking out massive amounts of money & wealth from the U.S. in totally one-sided trade, but won't help with North Korea. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2017 Barnalegar vonir „Þetta ríki, sem segist vera stórveldi, er leiksoppi Bandaríkjanna og ver aðgerðir sínar með því að segja þær ekki eiga að hafa áhrif á lífsskilyrði íbúa Norður-Kóreu, heldur einungis hægja á kjarnorkuvopnaáætluninni,“ segir í greininni. Því er haldið fram að Norður-Kórea hafi þróað kjarnorkuvopn á nokkrum árum, sem hefði tekið önnur ríki tugi ára og hefði lokið við smíði eldflauga fyrir vopnin á einungis sex mánuðum. Það sýni fram á mátt vopnaiðnaðarins í Norður-Kóreu. „Það er alfarið barnalegt að detta í hug að Norður-Kórea muni ekki framleiða kjarnorkuvopn og langdrægnar eldflaugar til að bera þau á milli heimsálfa, vegna þess að nokkrar krónur vanti upp á.“ Greinarhöfundur heldur áfram og segir að kjarnorkuvopn gætu gert Norður-Kóreu kleift að tryggja heimsfrið og koma í veg fyrir árásir á ríkið. Þannig myndi Norður-Kórea vinna lokasigurinn yfir Bandaríkjunum.Framþróun aldrei staðfest Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sprengt fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á síðustu árum. Þá er því haldið fram að þeir búi yfir tækni til að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldlflaugum. Með þeim væri hægt að gera árás á Bandaríkin. þetta hefur þó aldrei verið staðfest að sérfræðingum. Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
yfirvöld Norður-Kóreu virðast vera reið nágrönnum sínum í norðri og helsta bandaríki, Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning á kolum frá Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna og kjarnorkuvopnaáætlunar einræðisríkis Kim Jong Un. Opinber fréttaveita Norður-Kóreu, KCNA, nefnir Kína ekki á nafn en segir „nágrannaríki“ sitt vera leiksopp Bandaríkjanna og hafa gert lítið úr árangri Norður-Kóreu varðandi kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.Til marks um yfirburði Í grein sem ber heitið: „Kvikindsleg hegðun nágrannaríkis“ segir að Norður-Kórea hafi nýverið sýnt fram á gífurlega framþróun ríkisins og að alþjóðasamfélagið viðurkenni nú getu Norður-Kóreu til að gera kjarnorkuvopnaárásir.Upplýsingar um síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsÞá séu fjölmiðlar heimsins sammála um að tilraunaskot þann 12. febrúar sé til marks um yfirburði Norður-Kóreu og að ómögulegt sé að greina eldflaugaskot ríkisins og að koma í veg fyrir þau. Þá segir í greininni að nágrannaríki sem haldi því oft fram að þeir séu góðir grannar, hafi gert lítið úr mikilvægi tilraunaskotsins sem „kjarnorkutækni í byrjendaskrefum“. Þar að auki hafi nágrannarnir tekið þau „miskunarlausu skref“ að loka alfarið á viðskipti ríkjanna á milli þvert gegn alþjóðalögum og vísað er til reglugerða Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Kína segjast ekki ætla að kaupa kol af Norður-Kóreu út þetta ár. Þetta var tilkynnt á laugardaginn, um viku eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Ríkisstjórn Donald Trump, og hann sjálfur, hefur gagnrýnt Kína fyrir að aðhafast ekki nóg til að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.China has been taking out massive amounts of money & wealth from the U.S. in totally one-sided trade, but won't help with North Korea. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2017 Barnalegar vonir „Þetta ríki, sem segist vera stórveldi, er leiksoppi Bandaríkjanna og ver aðgerðir sínar með því að segja þær ekki eiga að hafa áhrif á lífsskilyrði íbúa Norður-Kóreu, heldur einungis hægja á kjarnorkuvopnaáætluninni,“ segir í greininni. Því er haldið fram að Norður-Kórea hafi þróað kjarnorkuvopn á nokkrum árum, sem hefði tekið önnur ríki tugi ára og hefði lokið við smíði eldflauga fyrir vopnin á einungis sex mánuðum. Það sýni fram á mátt vopnaiðnaðarins í Norður-Kóreu. „Það er alfarið barnalegt að detta í hug að Norður-Kórea muni ekki framleiða kjarnorkuvopn og langdrægnar eldflaugar til að bera þau á milli heimsálfa, vegna þess að nokkrar krónur vanti upp á.“ Greinarhöfundur heldur áfram og segir að kjarnorkuvopn gætu gert Norður-Kóreu kleift að tryggja heimsfrið og koma í veg fyrir árásir á ríkið. Þannig myndi Norður-Kórea vinna lokasigurinn yfir Bandaríkjunum.Framþróun aldrei staðfest Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sprengt fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á síðustu árum. Þá er því haldið fram að þeir búi yfir tækni til að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldlflaugum. Með þeim væri hægt að gera árás á Bandaríkin. þetta hefur þó aldrei verið staðfest að sérfræðingum.
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira