„Fólk sem er alltaf seint, ég skil ekki hvernig það getur gert sjálfum sér það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2017 10:30 Fimmti þáttur Meistaramánuðar 2017 var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöld en þátturinn er í umsjón Pálmars Ragnarssonar. Í þættinum fengu áhorfendur að hlusta á hvernig markmiðin gengu hjá nokkrum vel þekktum Íslendingum. „Það er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Salka Sól Eyfeld, söngkona, sem setti sér allskonar markmið og eitt af þeim var að vera stundvísari. „Fólk sem er alltaf seint, ég skil ekki hvernig það getur gert sjálfum sér það. Maður stressast allur upp og stífnar allur. Maður verður pirraður og maður verður leiður og maður þarf alltaf að vera afsaka sig.“ Hún segir að mjög margt lagist við það eitt að vera bara á réttum tíma. „Kannski nærðu ekki öllum markmiðum þínum, en þú náðir stórum hluta og það er kannski það sem maður á að geyma eftir þennan mánuð.“ Einnig var rætt við Ævar Vísindamann og þá kom í ljós að hann hafi ekki borðað skyndibita í febrúar. Pálmar heyrði að vanda í sérfæðingum þáttarins sem eru; Anna Steinsen, markþjálfi og eigandi KVAN, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka. Hér að ofan má sjá þáttinn og einnig má sjá myndir inni á Instagram sem koma undir kassamerkinu #meistaram. Meistaramánuður Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið
Fimmti þáttur Meistaramánuðar 2017 var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöld en þátturinn er í umsjón Pálmars Ragnarssonar. Í þættinum fengu áhorfendur að hlusta á hvernig markmiðin gengu hjá nokkrum vel þekktum Íslendingum. „Það er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Salka Sól Eyfeld, söngkona, sem setti sér allskonar markmið og eitt af þeim var að vera stundvísari. „Fólk sem er alltaf seint, ég skil ekki hvernig það getur gert sjálfum sér það. Maður stressast allur upp og stífnar allur. Maður verður pirraður og maður verður leiður og maður þarf alltaf að vera afsaka sig.“ Hún segir að mjög margt lagist við það eitt að vera bara á réttum tíma. „Kannski nærðu ekki öllum markmiðum þínum, en þú náðir stórum hluta og það er kannski það sem maður á að geyma eftir þennan mánuð.“ Einnig var rætt við Ævar Vísindamann og þá kom í ljós að hann hafi ekki borðað skyndibita í febrúar. Pálmar heyrði að vanda í sérfæðingum þáttarins sem eru; Anna Steinsen, markþjálfi og eigandi KVAN, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka. Hér að ofan má sjá þáttinn og einnig má sjá myndir inni á Instagram sem koma undir kassamerkinu #meistaram.
Meistaramánuður Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið