Viðhorf útlendinga til Íslands jákvæðara nú en árið 2014 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. MYND/ÍSLANDSSTOFA Sjötíu prósent aðspurðra í viðhorfsrannsókn Íslandsstofu eru jákvæð í garð Íslandsheimsóknar og helmingur svarenda er jákvæður gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma. Um aukningu er að ræða síðan slík könnun var gerð síðast, árið 2014. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var rætt við 5.000 neytendur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Að auki voru könnuð viðhorf erlendra söluaðila Íslandsferða. Þar kemur fram að 80 prósent söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. „Við sjáum að erlendir söluaðilar hafa smá áhyggjur af verðlaginu hér og hvort það geti haft áhrif á eftirspurnina. Þeir telja samt að þeir muni halda áfram að selja jafnmikið,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Niðurstöðurnar eru nokkuð áhugaverðar í ljósi þess að hér heima er umræðan um ferðaþjónustu öðru hvoru á neikvæðum nótum. „Við verðum að venja okkur á það að skoða staðreyndir en ekki tilfinningar í þessum efnum. Staðreyndin er sú að kannanir um efnið sýna að flestir eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar,“ segir Inga. Hún segir jákvætt að sjá það skila sér að erlendir ferðamenn og fjölmiðlar horfi ekki lengur á Ísland eingöngu heldur meira á sérstaka landshluta. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í dag og hefst fundurinn klukkan 10. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Sjötíu prósent aðspurðra í viðhorfsrannsókn Íslandsstofu eru jákvæð í garð Íslandsheimsóknar og helmingur svarenda er jákvæður gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma. Um aukningu er að ræða síðan slík könnun var gerð síðast, árið 2014. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var rætt við 5.000 neytendur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Að auki voru könnuð viðhorf erlendra söluaðila Íslandsferða. Þar kemur fram að 80 prósent söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. „Við sjáum að erlendir söluaðilar hafa smá áhyggjur af verðlaginu hér og hvort það geti haft áhrif á eftirspurnina. Þeir telja samt að þeir muni halda áfram að selja jafnmikið,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Niðurstöðurnar eru nokkuð áhugaverðar í ljósi þess að hér heima er umræðan um ferðaþjónustu öðru hvoru á neikvæðum nótum. „Við verðum að venja okkur á það að skoða staðreyndir en ekki tilfinningar í þessum efnum. Staðreyndin er sú að kannanir um efnið sýna að flestir eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar,“ segir Inga. Hún segir jákvætt að sjá það skila sér að erlendir ferðamenn og fjölmiðlar horfi ekki lengur á Ísland eingöngu heldur meira á sérstaka landshluta. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í dag og hefst fundurinn klukkan 10. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira