Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 16:44 "Lengi lifi ananas-pizzan“ segir sá sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins í Bretlandi þessar pizzur. Twitter. Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk heldur betur óvæntan glaðning í dag en um var að ræða þrjár Havaí-pizzur. Líkt og heiti þeirra gefur til kynna voru þær með skinku og að sjálfsögðu ananas en þeir sem hafa fylgst með fréttum undanfarna daga er vafalaust meðvitaðir um að ummæli forseta Íslands um ananas á pizzur hafa ratað í stærstu fjölmiðla heimsins. Guðni Th. Jóhannesson svaraði spurningu nemanda við Menntaskólann á Akureyri á þá leið að fengi hann einhverju um það ráðið myndi hann banna ananas á pizzur. Þetta var vitanlega allt sagt í góðu gríni en hefur vakið heimsathygli í kjölfarið og margir haft gaman að. Þá sérstaklega þessi óþekkti aðdáandi Havaí-pizzunnar í London sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins þrjár slíkar og ritaði á kassann: „Long live the pineapple pizza“ eða „Lengi lifi ananas-pizzan“. Í svari frá sendiráði Íslands í Bretlandi kemur fram að starfsemi sendiráðsins hafi haldist nokkuð eðlileg þrátt fyrir pizzumálið, fyrir utan þessi óvæntu sendingu. „Augljóslega eru skiptar skoðanir um hvað eigi að setja ofan á pizzur en það verður að teljast mjög ólíklegt að starfsmenn sendiráðsins myndu panta ávöxt á pizzu,“ segir í svarinu. Guðni Th. sendi frá sér yfirlýsingu vegna stóra pizzu-málsins á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann tók fram að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna sína og að honum þætti ekki gott að hafa slík völd því forsetar eiga ekki að vera alráðir að hans mati. „Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ sagði forsetinn en hann áréttaði þetta einnig á ensku enda má ætla að honum hafi borist fjölda fyrirspurna frá fjölmiðlum ytra miðað við áhugann.Greint er einmitt frá því á vef Ríkisútvarpsins í dag embætti forseta hafi borist fjöldi slíkra fyrirspurna og sagði Örnólfur Thorlacius forsetaritari að skiptar skoðanir séu á orðum forsetans en flestir viti nú að hann hafi verið að gera að gamni sínu með þessum ummælum. Many thanks to the loyal supporters of #pineappleonpizzas for this delivery today, along with a clear message! pic.twitter.com/sljYEJWRoR— Embassy of Iceland (@IcelandinUK) February 22, 2017 Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk heldur betur óvæntan glaðning í dag en um var að ræða þrjár Havaí-pizzur. Líkt og heiti þeirra gefur til kynna voru þær með skinku og að sjálfsögðu ananas en þeir sem hafa fylgst með fréttum undanfarna daga er vafalaust meðvitaðir um að ummæli forseta Íslands um ananas á pizzur hafa ratað í stærstu fjölmiðla heimsins. Guðni Th. Jóhannesson svaraði spurningu nemanda við Menntaskólann á Akureyri á þá leið að fengi hann einhverju um það ráðið myndi hann banna ananas á pizzur. Þetta var vitanlega allt sagt í góðu gríni en hefur vakið heimsathygli í kjölfarið og margir haft gaman að. Þá sérstaklega þessi óþekkti aðdáandi Havaí-pizzunnar í London sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins þrjár slíkar og ritaði á kassann: „Long live the pineapple pizza“ eða „Lengi lifi ananas-pizzan“. Í svari frá sendiráði Íslands í Bretlandi kemur fram að starfsemi sendiráðsins hafi haldist nokkuð eðlileg þrátt fyrir pizzumálið, fyrir utan þessi óvæntu sendingu. „Augljóslega eru skiptar skoðanir um hvað eigi að setja ofan á pizzur en það verður að teljast mjög ólíklegt að starfsmenn sendiráðsins myndu panta ávöxt á pizzu,“ segir í svarinu. Guðni Th. sendi frá sér yfirlýsingu vegna stóra pizzu-málsins á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann tók fram að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna sína og að honum þætti ekki gott að hafa slík völd því forsetar eiga ekki að vera alráðir að hans mati. „Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ sagði forsetinn en hann áréttaði þetta einnig á ensku enda má ætla að honum hafi borist fjölda fyrirspurna frá fjölmiðlum ytra miðað við áhugann.Greint er einmitt frá því á vef Ríkisútvarpsins í dag embætti forseta hafi borist fjöldi slíkra fyrirspurna og sagði Örnólfur Thorlacius forsetaritari að skiptar skoðanir séu á orðum forsetans en flestir viti nú að hann hafi verið að gera að gamni sínu með þessum ummælum. Many thanks to the loyal supporters of #pineappleonpizzas for this delivery today, along with a clear message! pic.twitter.com/sljYEJWRoR— Embassy of Iceland (@IcelandinUK) February 22, 2017
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20