„Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 12:00 Jasídi sem slapp úr haldi vígamanna Íslamska ríkisins í fyrra. Vísir/AFP Þýskir sálfræðingar vilja þjálfa heimamenn í Írak í því að aðstoða Jasída, sem voru í haldi Íslamska ríkisins, að komast í gegnum þau sálfræðilegu vandamál sem fylgja slíkum óförum. Þúsundir kvenna voru misnotaðar og beittar ofbeldi í allt að tvö og hálft ár. Sálfræðingurinn Jan Kizilhan er í forsvari fyrir verkefnið en í fyrra voru um ellefu hundruð jasídar, konur og stúlkur, fluttar til Þýskalands til meðferðar. Meðferðin var fjármögnuð af þýska héraðinu Baden Wüerttemberg og reyndist vel. Kizilhan rekur uppruna sinn til Jasída, en flutti til Þýskalands þegar hann var sex ára gamall. Nú um mánðarmótin verður sérstök miðstöð opnuð í Dohuk, nærri Mosul, í Írak. Þar verða heilbrigðisstarfsmenn þjálfaðir í því að hjálpa fólki eins og þeim konum sem voru í haldi ISIS-liða.Aðeins 26 sálfræðingar fyrir sex milljónir manna Í dag eru einungis 26 sálfræðingar starfandi innan sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. Þar búa um 5,5 milljónir og rúmlega 1,5 milljón flóttamanna. Enginn sálfræðinganna hefur fengið þjálfun í því að bregðast við áföllum eins og þeim sem um ræðir hér. Þegar ISIS-liðar sóttu fram í Írak sumarið 2014 voru þúsundir jasída myrtir og hafa samtökin verið sökuð um að fremja þjóðarmorð á jasídum. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar sem þrælar og hafa þær verið seldar á milli vígamanna sem hafa beitt þær miklu ofbeldi. Kynferðislegu, andlegu og líkamlegu.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Talið er að um 1.900 jasídar hafi flúið frá ISIS, en enn eru minnst þrjú þúsund konur og börn í haldi.Fjölskyldur aðskildarBlaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við unga konu sem slapp úr haldi ISIS-liða í desember. Perwin Ali Baku var í haldi í tvö ár og var seld og keypt á milli vígamanna sem misnotuðu hana kynferðislega og líkamlega. Hún segist ekki geta sofið og hún sé alltaf uppspent. Perwin er að leita sér hjálpar og bindur vonir við hina nýju miðstöð í Dohuk. Önnur kona sagði blaðamönnum frá því að hún hefði verið neydd til að vinna á sveitabýli um tíma, eftir að hún lenti í haldi ISIS ásamt börnum sínum. Elstu drengirnir hennar, 14 ára, 12 ára og 10 ára drengur með þroskahömlun, voru teknir af henni og hún var barin illa fyrir að reyna að stöðva það. Konan vildi eingöngu notast við nafnið Gorwe þar sem fjölskyldumeðlimir hennar eru enn í haldi ISIS. Hún var síðan flutt á brott ásamt tveimur ungum börnum sínum og endaði á uppboði þar sem vígamenn keyptu kynlífsþræla. Á næstu mánuðum var hún keypt af fjölda vígamanna sem nauðguðu henni ítrekað. Síðasti eigandi Gorwe seldi hana þegar ungur maður keyrði upp að þeim og virtist hafa áhuga á sjö ára dóttur hennar. „Hann sagði: Mér lýst vel á þessa stelpu. Hárið á henni er flott. Ég skal kaupa hana.“Veit ekki hvar fimm úr fjölskyldunni eru Maðurinn ungi keypti konuna og börnin hennar tvö og þau settust upp í bílinn hjá honum. Þar tilkynnti hann konunni að hann ynni fyrir Abu Shujaa. Sá er Jasídi sem hefur tekist að smygla fjölda fólks úr haldi ISIS-liða. Þrátt fyrir að vera laus úr haldi saknar Gorwe margra. 24 meðlimir fjölskyldu hennar og ættingjar voru handsamaðir af ISIS-liðum árið 2014 þegar þau voru á flótta undan sókn þeirra. Þar af hafa einungis fjórtán sloppið og allt eru það konur og börn. Mennirnir voru aðskildir frá konum og börnum og fimmtán ára dóttir hennar var svo tekin af henni. Gorwe veit hvorki hvar dóttir sín er niðurkomin í dag né veit hún hvar eiginmaður hennar og þrír synir þeirra eru. „Ég mun aldrei gleyma því sem kom fyrir okkur þar sem þeir seldu okkur, keyptu og börðu. Ég husa sífellt um það. Enginn getur gleymt þessu þjóðarmorði, og sérstaklega þeim sem voru handsamaðir. Þeim verður aldrei gleymt. Hvernig er hægt að gleyma því?“ spurði Gorwe. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum Búið er að staðsetja fjölmargar grafir en lang flestar þeirra hafa ekki verið rannsakaðar þar sem skortur er á bæði fjármagni og pólitískum vilja. 30. ágúst 2016 11:15 Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Skrár frá nágrenni Mosul sýna fram á að strangar reglur varðandi þræla og skeggvöxt. 1. nóvember 2016 23:00 ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Nota smáforrit til að selja þræla sín á milli. 6. júlí 2016 14:15 Tvær jasídískar konur hljóta mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins Nadia Murad Basee og Lamiya Aji Bashar hljóta Sakharov-verðlaunin í ár. 27. október 2016 10:21 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þýskir sálfræðingar vilja þjálfa heimamenn í Írak í því að aðstoða Jasída, sem voru í haldi Íslamska ríkisins, að komast í gegnum þau sálfræðilegu vandamál sem fylgja slíkum óförum. Þúsundir kvenna voru misnotaðar og beittar ofbeldi í allt að tvö og hálft ár. Sálfræðingurinn Jan Kizilhan er í forsvari fyrir verkefnið en í fyrra voru um ellefu hundruð jasídar, konur og stúlkur, fluttar til Þýskalands til meðferðar. Meðferðin var fjármögnuð af þýska héraðinu Baden Wüerttemberg og reyndist vel. Kizilhan rekur uppruna sinn til Jasída, en flutti til Þýskalands þegar hann var sex ára gamall. Nú um mánðarmótin verður sérstök miðstöð opnuð í Dohuk, nærri Mosul, í Írak. Þar verða heilbrigðisstarfsmenn þjálfaðir í því að hjálpa fólki eins og þeim konum sem voru í haldi ISIS-liða.Aðeins 26 sálfræðingar fyrir sex milljónir manna Í dag eru einungis 26 sálfræðingar starfandi innan sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. Þar búa um 5,5 milljónir og rúmlega 1,5 milljón flóttamanna. Enginn sálfræðinganna hefur fengið þjálfun í því að bregðast við áföllum eins og þeim sem um ræðir hér. Þegar ISIS-liðar sóttu fram í Írak sumarið 2014 voru þúsundir jasída myrtir og hafa samtökin verið sökuð um að fremja þjóðarmorð á jasídum. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar sem þrælar og hafa þær verið seldar á milli vígamanna sem hafa beitt þær miklu ofbeldi. Kynferðislegu, andlegu og líkamlegu.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Talið er að um 1.900 jasídar hafi flúið frá ISIS, en enn eru minnst þrjú þúsund konur og börn í haldi.Fjölskyldur aðskildarBlaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við unga konu sem slapp úr haldi ISIS-liða í desember. Perwin Ali Baku var í haldi í tvö ár og var seld og keypt á milli vígamanna sem misnotuðu hana kynferðislega og líkamlega. Hún segist ekki geta sofið og hún sé alltaf uppspent. Perwin er að leita sér hjálpar og bindur vonir við hina nýju miðstöð í Dohuk. Önnur kona sagði blaðamönnum frá því að hún hefði verið neydd til að vinna á sveitabýli um tíma, eftir að hún lenti í haldi ISIS ásamt börnum sínum. Elstu drengirnir hennar, 14 ára, 12 ára og 10 ára drengur með þroskahömlun, voru teknir af henni og hún var barin illa fyrir að reyna að stöðva það. Konan vildi eingöngu notast við nafnið Gorwe þar sem fjölskyldumeðlimir hennar eru enn í haldi ISIS. Hún var síðan flutt á brott ásamt tveimur ungum börnum sínum og endaði á uppboði þar sem vígamenn keyptu kynlífsþræla. Á næstu mánuðum var hún keypt af fjölda vígamanna sem nauðguðu henni ítrekað. Síðasti eigandi Gorwe seldi hana þegar ungur maður keyrði upp að þeim og virtist hafa áhuga á sjö ára dóttur hennar. „Hann sagði: Mér lýst vel á þessa stelpu. Hárið á henni er flott. Ég skal kaupa hana.“Veit ekki hvar fimm úr fjölskyldunni eru Maðurinn ungi keypti konuna og börnin hennar tvö og þau settust upp í bílinn hjá honum. Þar tilkynnti hann konunni að hann ynni fyrir Abu Shujaa. Sá er Jasídi sem hefur tekist að smygla fjölda fólks úr haldi ISIS-liða. Þrátt fyrir að vera laus úr haldi saknar Gorwe margra. 24 meðlimir fjölskyldu hennar og ættingjar voru handsamaðir af ISIS-liðum árið 2014 þegar þau voru á flótta undan sókn þeirra. Þar af hafa einungis fjórtán sloppið og allt eru það konur og börn. Mennirnir voru aðskildir frá konum og börnum og fimmtán ára dóttir hennar var svo tekin af henni. Gorwe veit hvorki hvar dóttir sín er niðurkomin í dag né veit hún hvar eiginmaður hennar og þrír synir þeirra eru. „Ég mun aldrei gleyma því sem kom fyrir okkur þar sem þeir seldu okkur, keyptu og börðu. Ég husa sífellt um það. Enginn getur gleymt þessu þjóðarmorði, og sérstaklega þeim sem voru handsamaðir. Þeim verður aldrei gleymt. Hvernig er hægt að gleyma því?“ spurði Gorwe.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum Búið er að staðsetja fjölmargar grafir en lang flestar þeirra hafa ekki verið rannsakaðar þar sem skortur er á bæði fjármagni og pólitískum vilja. 30. ágúst 2016 11:15 Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Skrár frá nágrenni Mosul sýna fram á að strangar reglur varðandi þræla og skeggvöxt. 1. nóvember 2016 23:00 ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Nota smáforrit til að selja þræla sín á milli. 6. júlí 2016 14:15 Tvær jasídískar konur hljóta mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins Nadia Murad Basee og Lamiya Aji Bashar hljóta Sakharov-verðlaunin í ár. 27. október 2016 10:21 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum Búið er að staðsetja fjölmargar grafir en lang flestar þeirra hafa ekki verið rannsakaðar þar sem skortur er á bæði fjármagni og pólitískum vilja. 30. ágúst 2016 11:15
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00
Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16
Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17
Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Skrár frá nágrenni Mosul sýna fram á að strangar reglur varðandi þræla og skeggvöxt. 1. nóvember 2016 23:00
ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Nota smáforrit til að selja þræla sín á milli. 6. júlí 2016 14:15
Tvær jasídískar konur hljóta mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins Nadia Murad Basee og Lamiya Aji Bashar hljóta Sakharov-verðlaunin í ár. 27. október 2016 10:21
Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58