Kit Harrington, Liam Cunningham og fleiri stjörnur sem voru við tökur á sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Game of Thrones fyrr á árinu urðu fyrir barðinu á íslenska veðrinu ef marka má frásagnir erlendra miðla.
Haft er eftir heimildarmönnum vefsíðunnar PageSix.com sem voru viðstaddir tökur að tökuliðið hafi þurft að glíma við allt að 25 gráðu frost og vindhraða upp á 45 metra á sekúndu.
„Leikarnir gerðu sig klára á hótelinu og var svo ekið á tökustað 90 prósent klárir í slaginn,“ segir heimildarmaðurinn PageSix. Vindurinn gerði tökuliðinu afar erfitt fyrir og segir heimildarmaðurinn að varla hafi heyrt mannsins mál fyrir vindinum.
„Það var svo mikill vindir að orðin „fuku bara“. Það þurfti allir að öskra,“ segir heimildarmaðurinn.
Tökur fóru fram á Svínafellsjökli, við Jökulsárlón og í Reynisfjöru og virðist margt benda til þess að Ísland muni leika stórt hlutverk í næstu þáttaröð þáttanna geysivinsælu sem verður sú næstsíðasta í röðinni.
Íslenska veðrið gerði stjörnum Game of Thrones lífið leitt

Tengdar fréttir

Mætt til Íslands til að taka upp Game Of Thrones
Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros.

Myndir frá ferðamönnum gefa vísbendingar um stórt hlutverk Íslands í Game of Thrones
Tökur á sjöundu þáttaröð Game of Thrones eru í fullum gangi á Íslandi.

Kit Harrington sneri aftur til Íslands
Frekari tökur fyrir sjöundu þáttaröð Game of Thrones fóru fram í Reynisfjöru.

Óku utan vegar án leyfis frá Umhverfisstofnun
Kvikmyndatökulið þáttanna Game of Thrones bað ekki um leyfi frá Umhverfisstofnun til að aka utanvegar í Dyrhólafjöru.