Myndir frá ferðamönnum gefa vísbendingar um stórt hlutverk Íslands í Game of Thrones Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2017 11:45 Jon Snow er á Íslandi. Mynd/Getty/Kearstin Peterson Leikarnir Kit Harrington (Jon Snow) og og Ian Glen (Jorah Mormont) eru báðir staddir hér á landi við tökur á sjöundu þáttaröð Game of Thrones. Tökur hafa farið fram á Svínafellsjökli og við Jökulsárlón en margt virðist benda til þess að Ísland muni leika stórt hlutverk í næstu þáttaröð þáttanna geysivinsælu.Í síðustu viku var greint frá því að tökulið þáttanna væri mætt til Íslands en til stendur að taka upp á mismunandi stöðum á Íslandi til loka næstu viku. Ferðamenn hafa rekist á tökuliðið að störfum og birt myndir af því á samfélagsmiðlum.Rétt er að vara lesendur við því að hér fyrir neðan verður fjallað um næstu þáttaröð af Game of Thrones. Þeir sem ekki hafa áhuga á að vita um meira um mögulega framvindu þáttanna ættu ekki að lesa lengra.Came across a filming of season seven of @GameOfThrones while climbing a glacier in #Iceland. Now I'm even more excited for the #premier. pic.twitter.com/OlAt7M7Mns— Kearstin Patterson (@kearstin99) January 14, 2017 @internut364 He's the one in the slightly different colored coat and black hair. Here are a few more. Maybe you can spot The Hound? pic.twitter.com/tKNYNGH2gD— Kearstin Patterson (@kearstin99) January 15, 2017 Kearstin Patterson, ferðamaður á ferð hér á landi, náði þessum myndum sem sjá má hér að ofan. Ef vel er að gáð má sjá Kit Harrington í fullum skrúða á Svínafellsjökli ásamt fríðu föruneyti. Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros auk þess sem myndir frá Íslandi hafa verið notaðar í bakgrunna í sjöttu þáttaröð.Reikna má með að Ísland muni leika stórt hlutverk í þáttaröðinni sé horft til þeirra leikara sem eru nú staddir hér á landi við tökur en auk Harrington og Glen eru Joe Dempsie sem leikur Gendry og Paul Kaye sem leikur Thoros af Mýr einnig við tökur á Íslandi.Að mati Watchers on The Wall vekur einnig athygli að Alan Taylor sé sá sem stýrir tökum á Íslandi. Hann mun leikstýra þætti sex í sjöundu þáttaröðinni sem mun vera næstsíðasti þátturinn að þessu sinni enda sjöunda þáttaröðin styttri en aðrar. Aðdáendur Game of Thrones þekkja það líklega vel að næstsíðustu þættir hverjar þáttaraðar eru yfirleitt afar stórir og mikilvægir. Í sjöttu þáttaröð var afar mikill bardagi á milli Jon Snow og Ramsey Bolton og í þriðju þáttaröð fjallaði næstsíðasti þátturinn um rauða brúðkaupið þar sem hálf Stark-fjölskyldan var þurrkuð út. Leiða má því líkur að því að Jon Snow, Jorah Mormont og föruneyti verði á ferð um landið handan Veggjarins og búast má við miklu miðað við að þetta muni verði sýnt í næstsíðasta þætti þáttaraðarinnar. Tökur munu standa yfir hér á landi út vikuna en þáttaröðin verður frumsýnd síðar á árinu en hér að neðan má sjá fleiri myndir frá tökunum. Glacier Lagoon! Not only did I see this beautiful sight, but I also saw the guy who plays Jorah Mormont on Game of Thrones here having a ciggie... #highfive #glacierlagoon #iceland #icecold #gameofthrones #nofilter A photo posted by ST. (@shannylou3) on Jan 11, 2017 at 1:17am PST When you are on the presence of #royalty #got #omg #gameofthrones#iceland#got7#inlove#sneakyphoto#kit#jorah#johnsnow#youknownothing A photo posted by Rebecca Louise (@becky_d_1985) on Jan 13, 2017 at 3:22pm PST Þetta er í fimmta skipti sem tökulið Game of Thrones kemur til landsins. Árið 2011 fóru einar umfangsmestu tökur fyrir þáttinn hér á landi fram en þá fékk fréttastofa að fylgjast með eins og sést í innslaginu hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Game of Thrones Tengdar fréttir Maisie Williams mætt á settið í GOT og búningurinn gefur ákveðnar vísbendingar Nú standa yfir tökur á sjöundu seríu Game of Thrones og bíður heimsbyggðin spennt eftir sjöundu þáttaröðinni. 12. október 2016 11:30 Mætt til Íslands til að taka upp Game Of Thrones Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros. 11. janúar 2017 15:33 Fyrstu myndskeiðin úr næstu seríu af Game of Thrones Fyrstu myndskeiðin úr næstu seríu af Game of Thrones eru komin á netið. 5. desember 2016 21:41 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Leikarnir Kit Harrington (Jon Snow) og og Ian Glen (Jorah Mormont) eru báðir staddir hér á landi við tökur á sjöundu þáttaröð Game of Thrones. Tökur hafa farið fram á Svínafellsjökli og við Jökulsárlón en margt virðist benda til þess að Ísland muni leika stórt hlutverk í næstu þáttaröð þáttanna geysivinsælu.Í síðustu viku var greint frá því að tökulið þáttanna væri mætt til Íslands en til stendur að taka upp á mismunandi stöðum á Íslandi til loka næstu viku. Ferðamenn hafa rekist á tökuliðið að störfum og birt myndir af því á samfélagsmiðlum.Rétt er að vara lesendur við því að hér fyrir neðan verður fjallað um næstu þáttaröð af Game of Thrones. Þeir sem ekki hafa áhuga á að vita um meira um mögulega framvindu þáttanna ættu ekki að lesa lengra.Came across a filming of season seven of @GameOfThrones while climbing a glacier in #Iceland. Now I'm even more excited for the #premier. pic.twitter.com/OlAt7M7Mns— Kearstin Patterson (@kearstin99) January 14, 2017 @internut364 He's the one in the slightly different colored coat and black hair. Here are a few more. Maybe you can spot The Hound? pic.twitter.com/tKNYNGH2gD— Kearstin Patterson (@kearstin99) January 15, 2017 Kearstin Patterson, ferðamaður á ferð hér á landi, náði þessum myndum sem sjá má hér að ofan. Ef vel er að gáð má sjá Kit Harrington í fullum skrúða á Svínafellsjökli ásamt fríðu föruneyti. Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros auk þess sem myndir frá Íslandi hafa verið notaðar í bakgrunna í sjöttu þáttaröð.Reikna má með að Ísland muni leika stórt hlutverk í þáttaröðinni sé horft til þeirra leikara sem eru nú staddir hér á landi við tökur en auk Harrington og Glen eru Joe Dempsie sem leikur Gendry og Paul Kaye sem leikur Thoros af Mýr einnig við tökur á Íslandi.Að mati Watchers on The Wall vekur einnig athygli að Alan Taylor sé sá sem stýrir tökum á Íslandi. Hann mun leikstýra þætti sex í sjöundu þáttaröðinni sem mun vera næstsíðasti þátturinn að þessu sinni enda sjöunda þáttaröðin styttri en aðrar. Aðdáendur Game of Thrones þekkja það líklega vel að næstsíðustu þættir hverjar þáttaraðar eru yfirleitt afar stórir og mikilvægir. Í sjöttu þáttaröð var afar mikill bardagi á milli Jon Snow og Ramsey Bolton og í þriðju þáttaröð fjallaði næstsíðasti þátturinn um rauða brúðkaupið þar sem hálf Stark-fjölskyldan var þurrkuð út. Leiða má því líkur að því að Jon Snow, Jorah Mormont og föruneyti verði á ferð um landið handan Veggjarins og búast má við miklu miðað við að þetta muni verði sýnt í næstsíðasta þætti þáttaraðarinnar. Tökur munu standa yfir hér á landi út vikuna en þáttaröðin verður frumsýnd síðar á árinu en hér að neðan má sjá fleiri myndir frá tökunum. Glacier Lagoon! Not only did I see this beautiful sight, but I also saw the guy who plays Jorah Mormont on Game of Thrones here having a ciggie... #highfive #glacierlagoon #iceland #icecold #gameofthrones #nofilter A photo posted by ST. (@shannylou3) on Jan 11, 2017 at 1:17am PST When you are on the presence of #royalty #got #omg #gameofthrones#iceland#got7#inlove#sneakyphoto#kit#jorah#johnsnow#youknownothing A photo posted by Rebecca Louise (@becky_d_1985) on Jan 13, 2017 at 3:22pm PST Þetta er í fimmta skipti sem tökulið Game of Thrones kemur til landsins. Árið 2011 fóru einar umfangsmestu tökur fyrir þáttinn hér á landi fram en þá fékk fréttastofa að fylgjast með eins og sést í innslaginu hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Game of Thrones Tengdar fréttir Maisie Williams mætt á settið í GOT og búningurinn gefur ákveðnar vísbendingar Nú standa yfir tökur á sjöundu seríu Game of Thrones og bíður heimsbyggðin spennt eftir sjöundu þáttaröðinni. 12. október 2016 11:30 Mætt til Íslands til að taka upp Game Of Thrones Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros. 11. janúar 2017 15:33 Fyrstu myndskeiðin úr næstu seríu af Game of Thrones Fyrstu myndskeiðin úr næstu seríu af Game of Thrones eru komin á netið. 5. desember 2016 21:41 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Maisie Williams mætt á settið í GOT og búningurinn gefur ákveðnar vísbendingar Nú standa yfir tökur á sjöundu seríu Game of Thrones og bíður heimsbyggðin spennt eftir sjöundu þáttaröðinni. 12. október 2016 11:30
Mætt til Íslands til að taka upp Game Of Thrones Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros. 11. janúar 2017 15:33
Fyrstu myndskeiðin úr næstu seríu af Game of Thrones Fyrstu myndskeiðin úr næstu seríu af Game of Thrones eru komin á netið. 5. desember 2016 21:41