Þingmenn breska þingsins ræða heimsókn Trump til landsins: „Maðurinn er rasisti og karlremba“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2017 22:11 Þingmenn breska þingsins voru flestir mjög andsnúnir komu Trump. Vísir/Getty Þingmenn neðri deildar breska þingsins biðu í röðum í dag til þess að komast í ræðustól, þar sem verið var að ræða heimboð Theresu May, forsætisráðherra landsins, til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flestir voru sammála um það að maðurinn væri „rasisti og karlremba.“ May bauð Trump í heimsókn þegar hún var stödd í Washington nýlega en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Trump mun sækja landið heim. Guardian greinir frá.Flestir þingmannanna voru sammála um það að bresk yfirvöld ættu ekki að bjóða forsetanum heim. Á meðan umræðurnar fóru fram söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókninni. Þingmenn báru forsetann saman við „uppstökkan krakka“ og margir efuðust um að forsetinn hefði háa greindarvísitölu. Þetta kom fram í umræðunum í dag sem tóku þrjár klukkustundir en þingið varð að ræða heimboð Trump, þar sem 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftarlista sem biðlaði til Theresu May, forsætisráðherra landsins um að afturkalla boð sitt til Trump. Samkvæmt hefðum innan breskrar stjórnsýslu þarf breska þingið að ræða málið þegar svo mikill fjöldi skrifar undir undirskriftalista þess efnis. Svo margir þingmenn vildu komast að í ræðustól þingsins, að takmarka þurfti ræðutíma hvers og eins við fimm mínútur. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að sér þætti erfitt að ákveða hvort sér finndist heimboðið vera frekar siðlaust eða heimskulegt. „Dæmið um undirlægjuháttinn sem við sýnum þessum manni, er sú stund þegar forsætisráðherrann lét mynda sig við að leiða forsetann. En að bjóða honum í heimsókn í nafni „sameiginlegra gilda,“ lætur mér verða óglatt. Nákvæmlega hvaða „sameiginlegu gildi“ er átt við?“ Aðrir þingmenn, þá sérstaklega úr röðum Íhaldsflokksins fóru sér hægar í gagnrýni á Trump. Þar á meðal var Adam Holloway, þingmaður fyrir Gravesham sýslu en hann sagði að þrátt fyrir að sér hefði þótt umrætt innflytjendabann Trump fáránlegt, „þá væri það afar upplífgandi“ að sjá stjórnmálamann standa við gefin loforð. Donald Trump Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Þingmenn neðri deildar breska þingsins biðu í röðum í dag til þess að komast í ræðustól, þar sem verið var að ræða heimboð Theresu May, forsætisráðherra landsins, til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flestir voru sammála um það að maðurinn væri „rasisti og karlremba.“ May bauð Trump í heimsókn þegar hún var stödd í Washington nýlega en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Trump mun sækja landið heim. Guardian greinir frá.Flestir þingmannanna voru sammála um það að bresk yfirvöld ættu ekki að bjóða forsetanum heim. Á meðan umræðurnar fóru fram söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókninni. Þingmenn báru forsetann saman við „uppstökkan krakka“ og margir efuðust um að forsetinn hefði háa greindarvísitölu. Þetta kom fram í umræðunum í dag sem tóku þrjár klukkustundir en þingið varð að ræða heimboð Trump, þar sem 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftarlista sem biðlaði til Theresu May, forsætisráðherra landsins um að afturkalla boð sitt til Trump. Samkvæmt hefðum innan breskrar stjórnsýslu þarf breska þingið að ræða málið þegar svo mikill fjöldi skrifar undir undirskriftalista þess efnis. Svo margir þingmenn vildu komast að í ræðustól þingsins, að takmarka þurfti ræðutíma hvers og eins við fimm mínútur. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að sér þætti erfitt að ákveða hvort sér finndist heimboðið vera frekar siðlaust eða heimskulegt. „Dæmið um undirlægjuháttinn sem við sýnum þessum manni, er sú stund þegar forsætisráðherrann lét mynda sig við að leiða forsetann. En að bjóða honum í heimsókn í nafni „sameiginlegra gilda,“ lætur mér verða óglatt. Nákvæmlega hvaða „sameiginlegu gildi“ er átt við?“ Aðrir þingmenn, þá sérstaklega úr röðum Íhaldsflokksins fóru sér hægar í gagnrýni á Trump. Þar á meðal var Adam Holloway, þingmaður fyrir Gravesham sýslu en hann sagði að þrátt fyrir að sér hefði þótt umrætt innflytjendabann Trump fáránlegt, „þá væri það afar upplífgandi“ að sjá stjórnmálamann standa við gefin loforð.
Donald Trump Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira