Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 14:34 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í liðinni viku. vísir/gva Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Jón H. B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Maðurinn sætir einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur en hann hefur nú verið í haldi í á fimmtu viku. Í samtali við Vísi í morgun sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, að ekki væri búið að taka ákvörðun um það hvenær maðurinn verður næst yfirheyrður en hann var seinast yfirheyrður á miðvikudaginn í seinustu viku. Þá sagði Grímur jafnframt að niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Hann vildi þó ekkert fara út í hvað niðurstöðurnar sýna, hvorki um hvers konar sýni var að ræða né hvað kom út þeim en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöður úr fleiri rannsóknum á lífsýnum sem send voru út. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaniðurstöðu krufningar á líki Birnu og þá er staðan enn þannig að engin játning liggur fyrir í málinu. Grímur vill að öðru leyti ekki fara út í það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. Auk mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi hefur annar skipverji af Polar Nanoq stöðu sakbornings í málinu. Hann var í einangrun í tvær vikur en var svo sleppt. Ekki var krafist farbanns yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Jón H. B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Maðurinn sætir einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur en hann hefur nú verið í haldi í á fimmtu viku. Í samtali við Vísi í morgun sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, að ekki væri búið að taka ákvörðun um það hvenær maðurinn verður næst yfirheyrður en hann var seinast yfirheyrður á miðvikudaginn í seinustu viku. Þá sagði Grímur jafnframt að niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Hann vildi þó ekkert fara út í hvað niðurstöðurnar sýna, hvorki um hvers konar sýni var að ræða né hvað kom út þeim en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöður úr fleiri rannsóknum á lífsýnum sem send voru út. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaniðurstöðu krufningar á líki Birnu og þá er staðan enn þannig að engin játning liggur fyrir í málinu. Grímur vill að öðru leyti ekki fara út í það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. Auk mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi hefur annar skipverji af Polar Nanoq stöðu sakbornings í málinu. Hann var í einangrun í tvær vikur en var svo sleppt. Ekki var krafist farbanns yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20