Svona hefst saga sem Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður, sagði í þættinum Satt eða logið á Stöð 2 í gærkvöldi.
„Ég svaf mjög illa sem barn. Á nóttinni kom mamma alltaf inn til mín og lá á dýnu á gólfinu inni í herberginu. Í myrkrinu þá einhvern veginn breyttist hún í strengjabrúðu fyrir mér og ég sá hana sem strengjabrúðu.“
Friðrik segist hafa sofið á milli foreldra sinna til 12 ára aldurs og því hafi mamma hans þurft að grípa til eigin ráða. Sagan frá Frikka er stórgóð en hér að neðan má sjá hvort að hún sé sönn eða lygi.