Vill ekki sjá skattgreiðendur enda með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra Ásgeir Erlendsson skrifar 9. mars 2017 19:52 Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira