Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:55 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira