Taka þurfi ofbeldi í miðborginni fastari tökum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2017 17:40 Ofbeldi í miðborginni er viðvarandi, en óviðunandi, segir Helgi Gunnlaugsson. vísir/pjetur Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59